Hafnafjarðarbær synjaði beiðni íþróttafélagsins Aspar um samstarfssamning þegar tillagan var lögð fyrir íþrótta- og tómstundanefnd bæjarfélagsins í vikunni.

Þar sem íþróttafélagið er ekki staðsett í Hafnarfirði var ekki hægt að samþykkja erindið.

Íþróttafélagið Ösp óskaði eftir því að gerður yrði samstarfssamningur um þjónustu við fatlaða iðkendur sem eru búsettir í Hafnarfirði. Um 190 iðkendur eru í Ösp að æfa átta íþróttagreinar en félagið var stofnað árið 1980.