Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir, þing­maður Pírata, gefur lítið fyrir á­kall formanns Fé­lags lög­reglu­manna í Reykja­vík um að hún segi af sér störfum vegna um­mæla sinna um lög­reglu­menn í gær­kvöldi.

„Mér finnst bara mjög leitt að sjá lög­regluna vera komna í þetta mikla vörn eins og mér fannst við­brögð þeirra að­dáunar­verð í gær,“ segir Þór­hildur í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún vísar að öðru leyti á yfir­lýsingu sína sem birt var á Face­book vegna málsins.

Mikil reiði braust út á sam­fé­lags­miðlum í gær vegna myndar af táknum á búningi ís­lenskrar lög­reglu­konu, sem meðal annars eru notuð af ný­nasistum. Sagði Þór­hildur Sunna á Al­þingi í gær að um­mæli lög­reglu­konunnar um van­þekkingu á merkjunum benti til þess að annað­hvort skorti lög­reglu­mönnum mikil­væga fræðslu um rasísk of of­beldis­full merki eða þá að ras­ismi og of­beldis­full menning fái að grassera innan lög­reglunnar.

Arin­björn Snorra­son, for­maður Fé­lags lög­reglu­manna í Reykja­vík, sagði í há­degis­fréttum Bylgjunnar í dag að um­mælin hefðu farið illa í lög­reglu­menn. Al­mennt væri hljóðið þannig að Þór­hildur ætti að hugsa sinn gang, jafn­vel segja af sér. Hann segist halda að merkin hafi verið borin með góðum hug og segist ekki upp­lifa ras­isma innan lög­reglunnar.

Hafnar mál­flutningi Arin­björns

„Svo það sé kristal­skírt gaf ég aldrei „til kynna að ís­lenskir lög­reglu­menn séu kyn­þátta­hatarar í heild sinni“ og ég hafna þessum mál­flutningi Arin­björns Snorra­sonar al­farið, enda grófur út­úr­snúningur á orðum mínum,“ skrifar Þór­hildur í til­kynningu sinni.

Hún segir að hið rétta sé að við­brögð lög­reglu­konunnar hafi verið þa að hún vissi ekki að um­rædd tákn stæðu fyrir kyn­þátta­hatur. Hún hefði borið þau í nokkur ár og sagt að margir lög­reglu­menn bæru þessi merki.

„Um­ræðan síðasta sólar­hringinn hefur opnað á mikil­vægt tæki­færi til að ræða störf lög­reglunnar. Heilindi hennar verða að vera yfir allan vafa hafinn og opin og hrein­skiptin um­ræða um mögu­legan ras­isma og/eða for­dóma innan lög­reglunnar og við­brögð við honum eru ekki síst lög­reglunni til hags­bóta.

Enda hefur lög­reglan meðal annars það mikil­væga hlut­verk að afla trausts meðal við­kvæmra hópa sem eiga á hættu að verða fyrir haturs­glæpum.“

Þá vitnar Þór­hildur í við­tal Frétta­blaðsins við Ey­rún Ey­þórs­dóttur, lektor í lög­reglu­fræðum frá því gær­kvöldi. Ey­rún sagði að hún óttaðist að myndin af lög­reglu­konunni geti alið á ótta meðal minni­hluta­hópa og grafið undan trausti til lög­reglunnar.

Þór­hildur segir að fyrir sér jafn­gildi það að gera lítið úr al­var­leika málsins og segja að merkin hljóti að standa fyrir gott mál­efni því að neita að viður­kenna al­var­leika málsins.

„Í hnot­skurn horfir þetta mál við mér þannig að lög­reglan skuldi al­menningi efnis­lega út­skýringu á því fyrir hvað Vín­lands­fánninn með Punis­her­merkingunni táknar og af hverju hann er á búningum lög­reglu á ís­landi. Þetta mál snýst ekki um „við gegn þeim,“ þetta snýst um að lög­reglan sé ó­rjúfan­legur hluti af sam­fé­lagi okkar allra, líka þeirra sem svona merkingum hefur verið beint gegn.

Nú er ekki tíminn til að pakka í vörn heldur fara af auð­mýkt inn í opið og heiðar­legt sam­tal við al­menning um mögu­legan ras­isma og/eða for­dóma innan lög­reglunnar og við­brögð við honum.“

Um ákall formanns Félags lögreglumanna í Reykjavík um afsögn mína hef ég þetta að segja: Það eru vonbrigði að sjá...

Posted by Þórhildur Sunna Ævarsdóttir on Thursday, 22 October 2020