Fram­kvæmd­a­stjór­i Vinnsl­u­stöðv­ar­inn­ar seg­ir loðn­u­sjó­menn fá rétt borg­að og hafn­ar á­sök­un­um um að þeir hafi ver­ið hlunn­farn­ir. Með­al­verð til þeirr­a á ný­lok­inn­i ver­tíð sé um þre­falt hærr­a en það var 2017.

„Við höf­um allt­af vilj­að hafa rétt og sann­gjarnt verð til sjó­mann­a og vilj­um hafa það opið og gagn­sætt,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmd­a­stjór­i Vinnsl­u­stöðv­ar­inn­ar í Vest­mann­a­eyj­um, um á­sak­an­ir þess efn­is að út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­i hafi greitt loðn­u­sjó­mönn­um of lít­ið.

Vilja að Verðlagsstofa skoði málið

Eins og fram kom í Frétt­a­blað­in­u á mið­vik­u­dag vill Sjó­mann­a­sam­band­ið að Verð­lags­stof­a skipt­a­verðs fari ofan í saum­an­a á loðn­u­verð­i á ver­tíð­inn­i sem nú er lok­ið. Sagð­i Val­mund­ur Val­munds­son, for­mað­ur sam­bands­ins, að sjó­menn teld­u sig hlunn­farn­a af sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um sem væru ekki að greið­a þeim rétt­mæt­an hlut af afl­a­verð­mæt­in­u.

Sig­ur­geir Brynj­ar seg­ir loðn­u­verð mjög hátt núna og að bæði söl­u­verð­ið og verð til sjó­mann­a hafi þre­fald­ast frá ver­tíð­inn­i 2017. Seg­ir hann sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­un­um bera skyld­a til þess að gefa út fast verð í upp­haf­i loðn­u­ver­tíð­ar en þá sé eft­ir að semj­a við kaup­end­ur.

Hús­næð­i Vinnsl­u­stöðv­ar­inn­ar í Vest­mann­a­eyj­um. Vinnslustöðin er með 12,5 prósent af aflahlutdeild í loðnu á Íslandi.
Mynd/Aðsend

„Við gáf­um út verð og sögð­um við sjó­menn: Þett­a er okk­ar fyrst­a út­spil. Meir­i­hlut­inn sam­þykkt­i það í því traust­i að ef að verð mynd­i hækk­a þá mynd­um við hækk­a til þeirr­a og það gerð­um við,“ seg­ir fram­kvæmd­a­stjór­inn sem hafn­ar því al­far­ið að á­hafn­ir Vinnsl­u­stöðv­ar­inn­ar hafa ver­ið hlunn­farn­ar. „Ef verð­ið hefð­i lækk­að hefð­i Vinnsl­u­stöð­in samt þurft að greið­a upp­hafs­verð­ið. Þeir vilj­a bara fleyt­a rjóm­ann og svo vilj­a þeir ekki stand­a með okk­ur þeg­ar lága verð­ið er eða þeg­ar lé­leg­i fisk­ur­inn kem­ur að land­i.“

Sig­ur­geir seg­ir að á ár­in­u 2012 hafi Vinnsl­u­stöð­in sætt sams kon­ar á­sök­un­um. „Þá hitt­um við alla for­yst­u­menn sjó­mann­a og buð­um þeim að koma í Vinnsl­u­stöð­in­a og skoð­a öll okk­ar gögn sem Verð­lags­stof­a hafð­i far­ið yfir. Þeir hafa aldr­ei kom­ið,“ seg­ir hann.

Áður fyrr var Vinnsl­u­stöð­in að sögn Sig­ur­geirs Brynj­ars með samn­ing við sín­ar á­hafn­ir um að sjó­menn fengj­u fast hlut­fall af söl­u­verð­i af­urð­a sem hækk­að­i eða lækk­að­i eft­ir því hvort illa eða vel gekk að selj­a. Sjó­menn vilj­i ekki þann­ig hlut­a­skipt­a­kerf­i en slíkt fyr­ir­kom­u­lag seg­ir hann mynd­u leið­a til betr­i með­ferð­ar á afl­an­um og hærr­a verðs.

„Hags­m­un­­ir sjó­m­ann­­ann­­a og sjáv­­ar­­út­v­egs­­fyr­­ir­­tækj­­ann­­a fara full­k­om­­leg­­a sam­­an og þann­­ig vilj­­um við hafa það,“ seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar.

Fréttablaðið/Óskar Pétur