Innlent

Hafnaði um­sókn um siglingar á Jökuls­ár­lóni

Stjórn Vatna­­jökuls­­þjóð­­garðs hafnaði fyrr í dag um­­­sóknum fjögurra fyrir­­­tækja sem vildu hefja siglingar á Jökuls­ár­lóni.

Það má búast við að um fjögur þúsund manns heim­sæki lónið þegar mest lætur. Fréttablaðið/Valgarður Gíslason

Stjórn Vatna­jökuls­þjóð­garðs hafnaði fyrr í dag um­sóknum fjögurra fyrir­tækja sem vildu hefja siglingar á Jökuls­ár­lóni. Þetta kemur fram í til­kynningu stjórnar Vatna­jökuls­þjóð­garðs.

Í júlí á síðasta ári undir­ritaði Björt Ólafs­dóttir, þá­verandi um­hverfis- og auð­linda­ráð­herra, reglu­gerð um frið­lýsingu Jökuls­ár­lóns og var svæðið um leið fellt inn í Vatna­jökuls­þjóð­garð. Vatna­jökuls­þjóð­garður í kjöl­farið yfir samninga sem voru í gildi á svæðinu vegna ferða­þjónustu aðila sem höfðu starfað þar undan­farin ár. Mark­miðið með að fella svæðið inn í Vatna­jökuls­þjóð­garð var að tryggja sjálf­bærni svæðisins og að verndun og stjórnun þess verði betur sam­ræmd. Stjórn­endur telja að mikil­vægt sé að fram fari greining á þol­mörkum svæðisins við Jökuls­ár­lón. Gríðar­legt álag hefur verið á svæðinu undan­farin misseri þar sem fjöldi ferða­manna hefur aukist til muna síðustu ár. Um 350 þúsund manns heim­sóttu svæðið árið 2014 en árið 2017 var fjöldinn kominn í tæp 800 þúsund. Það má því búast við að um fjögur þúsund manns heim­sæki lónið þegar mest lætur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing