Yfir­völd í Namibíu hafa hafnað boði Þjóð­verja um bætur vegna þjóðar­morðs á Hereróum og Nama-mönnum á árunum 1904 til 1908. For­seti Namibíu, Hage Gein­gob, segir að boð Þjóð­verja hafi ekki verið á­sættan­legt.

Namibía var þýsk ný­lenda á þessum árum en talið er að þýskar her­sveitir hafi myrt um 80 þúsund Hereróa og Nama-manna á þessum árum sem gerðu upp­reisn gegn yfir­ráðum Þjóð­verja. Höfðu heima­menn misst gríðar­mikil land­svæði í hendur Þjóð­verja sem þeir vildu endur­heimta.

Þjóð­verjar báðust fyrst af­sökunar á voða­verkunum árið 2004 og hafa þjóðirnar verið í við­ræðum um sátta­greiðslu frá árinu 2015. Nú þegar hafa átta slíkar við­ræðu­lotur átt sér stað án þess að niður­staða hafi fengist.

For­seti Namibíu vildi ekki gefa upp­lýsingar um þá upp­hæð sem Þjóð­verjar voru til­búnir að láta af hendi, en Guar­dian segir að um hafi verið að ræða um 10 milljónir evra, 1,6 milljarðar króna. Af­kom­endur þeirra sem myrtir voru eru þó sagðir vilja fá mun hærri upp­hæð, eða allt að allt að 550 milljarða króna, að því er segir í frétt CNN.

At­burðirnir í Namibíu hafa stundum verið kallaðir fyrsta þjóðar­morð 20. aldarinnar, en á­huga­samir geta hlustað á á­huga­verðan þátt Veru Illuga­dóttur sem fjallaði um málið í þættinum Í ljósi sögunnar árið 2016.