Úkraína Bandarísk stjórnvöld hafna kröfum Rússa um að meina Úkraínu inngöngu í Atlantshafsbandalagið, NATO. Þetta kemur fram í formlegu svari Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til Rússa.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði að verið væri að meta svarið.

Rússar hafa lýst yfir áhyggjum af stækkun NATO og báðu um yfirlýsingu um að Úkraína fengi aldrei inngöngu. Rússar eru nú með rúmlega hundrað þúsund manna herlið skammt frá landamærum Úkraínu, þeir hafna því að vera að skipuleggja innrás í landið. Blinken sagði að unnið væri að því að bæta varnir Úkraínumanna.