Icelandair vísar á bug stað­hæfingum Neyt­enda­sam­takanna um að fé­lagið upp­lýsi ekki far­þega um bóta­rétt þegar breyting á flugi leiði til kostnaðar­auka.

„Við leggjum mikla á­herslu á að upp­lýsa við­skipta­vini okkar um réttindi,“ segir Guðni Sigurðs­son, upp­lýsinga­full­trúi hjá Icelandair.

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, sagði í Frétta­blaðinu að mis­brestur væri á upp­lýsinga­gjöfinni en Guðni bendir á vef Icelandair þar sem séu ítar­legar og að­gengi­legar upp­lýsingar um réttindi far­þega, skipt upp í nokkra flokka.

„Við birtum einnig upp­lýsingar um réttindi far­þega á flug­völlum, við inn­ritunar- og þjónustu­borð, auk þess sem við sendum hlekk á upp­lýsinga­síðu um réttindi far­þega þegar við upp­lýsum far­þega um á­ætlunar­breytingar sem eiga sér stað með meira en tólf klukku­stunda fyrir­vara. Ef fyrir­varinn er minni en tólf klukku­stundir, þá er ferlið öðru­vísi vegna þess hve stutt er í brott­för,“ segir Guðni.

„Vert er að benda á að kostnaður fé­lagsins við raskanir er ekki ein­göngu til kominn vegna greiðslu staðlaðra skaða­bóta heldur einnig vegna þjónustu sem far­þegar eiga rétt á, líkt og til dæmis hvað varðar að endur­greiða, út­vega annað flug, greiða mál­tíðir, gistingu og ferðir milli flug­vallar og gisti­staðar,“ segir Guðni og á þar við allt flug á vegum Icelandair, einnig innan­lands. n

Icelandair vísar á bug stað­hæfingum Neyt­enda­sam­takanna um að fé­lagið upp­lýsi ekki far­þega um bóta­rétt þegar breyting á flugi leiði til kostnaðar­auka.

„Við leggjum mikla á­herslu á að upp­lýsa við­skipta­vini okkar um réttindi,“ segir Guðni Sigurðs­son, upp­lýsinga­full­trúi hjá Icelandair.

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, sagði í Frétta­blaðinu að mis­brestur væri á upp­lýsinga­gjöfinni en Guðni bendir á vef Icelandair þar sem séu ítar­legar og að­gengi­legar upp­lýsingar um réttindi far­þega, skipt upp í nokkra flokka.

„Við birtum einnig upp­lýsingar um réttindi far­þega á flug­völlum, við inn­ritunar- og þjónustu­borð, auk þess sem við sendum hlekk á upp­lýsinga­síðu um réttindi far­þega þegar við upp­lýsum far­þega um á­ætlunar­breytingar sem eiga sér stað með meira en tólf klukku­stunda fyrir­vara. Ef fyrir­varinn er minni en tólf klukku­stundir, þá er ferlið öðru­vísi vegna þess hve stutt er í brott­för,“ segir Guðni.

„Vert er að benda á að kostnaður fé­lagsins við raskanir er ekki ein­göngu til kominn vegna greiðslu staðlaðra skaða­bóta heldur einnig vegna þjónustu sem far­þegar eiga rétt á, líkt og til dæmis hvað varðar að endur­greiða, út­vega annað flug, greiða mál­tíðir, gistingu og ferðir milli flug­vallar og gisti­staðar,“ segir Guðni og á þar við allt flug á vegum Icelandair, einnig innan­lands.