Kanadíska viðhaldsfyrirtækið Kelowna Flightcraft hafnar ásökunum Icelandair vegna slyss sumarið 2020 og hefur stefnt þriðja fyrirtækinu vegna málsins, Landing Gear Technologies, LGT.

Boeing 757-þota Icelandair var að koma frá Berlín þegar hjólabúnaður brotnaði í lendingu. 166 voru um borð en engin slys urðu á fólki.

Icelandair stefndi Kelowna, sem sinnti viðhaldi, í febrúar síðastliðnum. Krefst flugfélagið skaðabóta vegna skemmda á þotunni og glataðra tekna. Rannsókn leiddi í ljós að ró hefði verið of stór og dottið af .

Krafa Kelowna er byggð á því að LGT hafi farið yfir hjólabúnaðinn áður en Kelowna sinnti viðhaldi. LGT hafi fest róna og beri ábyrgð á slysinu.

LGT hefur tæplega tvo mánuði til að svara kærunni.