Hafísinn norður af Íslandi færist stöðugt nær ströndum landsins. Ísinn hefur færst heldur til austurs yfir helgina en í gærkvöldi var ísinn næst landi um 28 sjómílum frá Horni á Vestfjörðum.

Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti í gær mynd af ískorti á Facebook-síðu sinni. Kortið er byggt á ratsjármynd sem var tekin klukkan rúmlega 19 í gærkvöldi. Þá segir í færslunni að við sambærilegar aðstæður hafi oft myndast ein væn hafísspöng sem hefur teygst í átt að Horni, úr norðaustri, vegna strauma. Það gæti því vel gerst í þetta skiptið þó að ekki sé hægt að segja til um það eins og er.

Tveir stórir borgarísjakar voru sjáanlegir á ratsjármyndinni, annar um 200 metrar á lengd en hinn um 400 metrar. Þá má búast við að ísinn haldi ferð sinni austur á bóginn eitthvað áfram og heldur hann í átt að landi.

Meðfylgjandi er ískort byggt á SENTINEL-1 ratsjármynd frá því klukkan 19:07 í kvöld. Næst landi er ísinn 28 sjómílur NNA...

Posted by Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands on Sunday, June 23, 2019