Lands­rétt­ur stað­fest­i í mán­uð­in­um á­fram­hald­and­i far­bann erlends manns til 18. desember og hon­um jafn­framt gert skylt að til­kynn­a sig á lög­regl­u­stöð­inn­i á Hverf­is­göt­u hvern mán­u­dag á mill­i 9 og 16. Mað­ur­inn er grun­að­ur um man­sal og skip­u­lagð­a glæp­a­starf­sem­i hér á land­i. Lögregla segir að maðurinn hafi gefið yfirvöldum rangar upplýsingar um það hver hann er og hafi ítrekað reynt að komast frá landi.

Mað­ur­inn hef­ur frá því í okt­ó­ber í fyrr­a sætt gæsl­u­varð­hald­i í alls þrjá mán­uð­i og far­bann­i nán­ast sam­fellt frá því, auk þess sem hon­um er skylt að dvelj­a inn­an mark­a Reykj­a­vík­ur eða á Ís­land­i. Í­trek­að er í dómi Lands­rétt­ar að vegn­a þess hve mað­ur­inn hef­ur leng­i sætt far­bann­i og skyld­u til að hald­a sig á á­kveðn­um stað sé brýnt að rann­sókn máls­ins verð­i hald­ið á­fram án taf­ar því að með slík­um ráð­stöf­un­um séu „mik­ils­verð rétt­ind­i hans“ skert.

Rannsókn hafi „dreg­ist ó­hóf­leg­a“

Í kröf­u lög­manns manns­ins kem­ur fram að hann hafi feng­ið nokk­ur tæk­i­fær­i til að yf­ir­gef­a land­ið, þeg­ar hann sætt­i ekki far­bann­i og þann­ig get­að kom­ið sér und­an mál­sókn. Hann hafi hins veg­ar ekki gert það. Hann hafi þvert á móti reynt að þrýst­a á að rann­sókn máls­ins yrði hrað­að því að mál­ið hafi „ver­ið hon­um þung­bært og vald­ið á­lits­hnekk­i með­al vina og sam­land­a hans hér á land­i.“

Mað­ur­inn hafi flú­ið heim­a­land sitt vegn­a of­sókn­a vegn­a kyn­hneigð­ar hans og hafi feng­ið dval­ar­leyf­i hér á land­i á grund­vell­i mann­úð­ar­sjón­ar­mið­a og hafi eng­in á­form um að yf­ir­gef­a land­ið. Hann hafi hér fast­a bú­set­u á­samt sam­býl­is­mann­i sín­um, sé að læra ís­lensk­u og hafi sótt um ís­lensk­an rík­is­borg­ar­a­rétt. Það sé því eng­in á­stæð­a til að heft­a ferð­a­frels­i hans.

Mað­ur­inn tek­ur rann­sókn máls­ins hafa „dreg­ist ó­hóf­leg­a“ en í kröf­u lög­regl­u­stjór­a fyr­ir far­bann­i manns­ins í jan­ú­ar er full­yrt í rök­stuðn­ing­i að rann­sókn máls­ins „sé á lok­a­metr­un­um“ og því hafi ver­ið hald­ið fram síð­an. Nú séu tíu mán­uð­ir liðn­ir og að enn líti út fyr­ir að nokk­uð sé í að rann­sókn ljúk­i.

Maðurinn þarf að gefa sig fram á lögreglustöðinni á Hverfisgötu hvern mánudag.
Fréttablaðið/Anton

Rannsókn „verulega umfangsmikil“

Í grein­ar­gerð lög­regl­u kem­ur fram að alls hafi 15 að­il­ar stöð­u sak­born­ings. Hald­lagð­ir mun­ir séu alls 130 tals­ins, 127 skýrsl­ur hafi ver­ið gerð­ar í mál­in­u og skjöl máls­ins séu 188. Rannsóknin sé „verulega umfangsmikil og flækjustigi málsins hátt og eigi fáa sér líka.“ Lögregla telur að maðurinn sé lykil sakborningur í málinu en til rannsóknar séu ætluð brot gegn almennum hegningarlögum og brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga.

Seg­ir enn frem­ur í grein­ar­ferð að til marks um mik­ið flækj­u­stig máls­ins þá hafi mað­ur­inn set­ið í gæsl­u­varð­hald­i í um tólf vik­ur þeg­ar lög­regl­an komst að því að hann hafi ekki gef­ið upp rétt nafn eða fæð­ing­ar­dag. Þeg­ar lög­regl­a hafi bor­ið upp á hann rétt nafn hafi mað­ur­inn „gef­ið fjar­stæð­u­kennd­an fram­burð um hin breytt­u auð­kenn­i og nýj­an fæð­ing­ar­dag.“ Mað­ur­inn hafi alls gef­ið upp þrjá ó­lík­a fæð­ing­ar­dag­a við yf­ir­völd á Ís­land­i

Lög­regl­an tel­ur rök­studd­an grun fyr­ir því að mað­ur­inn teng­ist um­fangs­mikl­um brot­um þar sem út­lend­ing­ar hafa hag­nýtt sér kerf­ið um al­þjóð­leg­a vernd, hafi út­veg­að sér vinn­u á Ís­land­i og starf­i á fölsk­um for­send­um. Lög­regl­an rann­sak­ar að­ild manns­ins að þeim kenn­i­töl­um sem út­lend­ing­ar hafi feng­ið með slík­um hætt­i og að­ild manns­ins að skip­u­lögð­u smygl­i á fólk­i hing­að til lands. Þá seg­ir að rann­sókn lög­regl­u hafi, með­al ann­ars, leitt í ljós að upp­lýs­ing­ar ligg­i fyr­ir úti í heim­i um að auð­velt sé að afla sér mann­úð­ar­leyf­is hér á land­i með því að segj­ast vera sam­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur.

Tekjur mannsins skipti tugum milljóna

Seg­ir í grein­ar­gerð að rann­sókn sé langt kom­in, en þó ekki lok­ið. Lög­regl­a hafi reynt að hrað­a rann­sókn en ekki tek­ist að vinn­a hrað­ar. „Rök­studd­ur grun­ur sé um að sókn­ar­að­il­i stund­i um­fangs­mik­il og skip­u­lögð brot yfir land­a­mær­i og að hann eigi sér sam­verk­a- og hlut­deild­ar­menn. Þau brot sem lög­regl­a rann­sak­i kunn­i að varð­a allt að 12 ára fang­els­i,“ seg­ir í grein­ar­gerð lög­regl­unn­ar.

Þá kem­ur fram að þrír sím­ar hafi ver­ið send­ir utan til rann­sókn­ar og að rann­sókn á þeim stand­i enn yfir.

„Um sé að ræða gagn­a­magn sem sé vel á þriðj­a tug gíg­a­bæt­a og því mik­il og tím­a­frek vinn­a lög­regl­u við yf­ir­ferð á skjöl­um og skrám. Rann­sókn lög­regl­u fram til þess­a hafi leitt í ljós mik­il sam­skipt­i sókn­ar­að­il­a við aðra að­il­a sem hafi síð­an kom­ið hing­að til lands­ins og sótt um hæli.“

Þá seg­ir að tekj­ur manns­ins hér á land­i skipt­i tug­um millj­ón­a á síð­ust­u tveim­ur árum sem sé ekki í nein­u sam­ræm­i við stöð­u hans sem hæl­is­leit­end­a eða upp­gefn­ar tekj­ur hans.

Seg­ir að mann­leg mis­tök hafi orð­ið til þess að það gleymd­ist að óska eft­ir fram­leng­ing­u á far­bann­i yfir mann­in­um en að það gefi ekki til kynn­a að rann­sókn máls­ins sé ekki mik­il­væg. Það hafi þó þurft að fækk­a með­al þeirr­a rann­sókn­ar­lög­regl­u­mann­a sem hafi unn­ið að mál­in­u.

Lög­regl­an í­trek­ar að mað­ur­inn hafi lít­ið sem ekk­ert gert til að að­stoð­a lög­regl­u við rann­sókn máls­ins og hafi í­trek­að sótt um á­rit­un og dval­ar­leyf­i í öðr­um lönd­um, þrátt fyr­ir að vera með al­þjóð­leg­a vernd hér á land­i. Hann hafi ver­ið ó­sam­vinn­u­þýð­ur, gef­ið ó­trú­verð­ug­ar skýr­ing­ar og flækt mál­ið enn frek­ar“ og því megi ætla að hann muni reyn­a að kom­ast úr land­i eða koma sér und­an mál­sókn eða fulln­ust­u refs­ing­ar. Svo hægt sé að ljúk­a rann­sókn tel­ur lög­regl­a mik­il­vægt að tryggj­a að svo verð­i ekki.

Dóm­ur Lands­rétt­ar er að­geng­i­leg­ur hér.