Þjóð­skrá kveðst ekki hafa heimild til að fella niður gjöld fyrir kyn- of nafn­breytingu en sem stendur eru ein­staklingar rukkaðir 9.000 krónur fyrir slíkar breytingar.

Sam­tökin Trans Ís­lands gagn­rýndu gjald­tökuna harð­lega í síðustu viku og sögðu að verið væri að leggja sér­stakt gjald á við­kvæman hóp. „Það er ó­­við­unandi að trans fólki þurfi að borga fyrir slíka leið­réttingu og þar mikið rétt­lætis­­mál að trans fólki hafi ó­­hindrað að­­gengi að slíkum breytingum,“ sagði í yfir­lýsingu frá sam­tökunum.

Sam­tökin sögðu Þjóð­­skrá leggja sér­­stakt gjald á við­­kvæman hóp sem leitast eftir að fá leið­réttingu á sinni skráningu og töldu sam­tökin ó­­við­eig­andi að ríkis­­stofnun rukki fyrir slíka breytinga.

„Trans Ís­land hvetur Þjóð­­skrá Ís­lands til að fella niður gjaldið hið snarasta. Fyrir­­­spurn hefur verið send frá Sam­tökunum '78 og bíðum við á­­tekta.“

Gjaldið rennur í ríkis­sjóð

Í til­kynningu Þjóð­skrár kemur fram að skráning kyns byggi á lögum um auka­tekjur ríkis­sjóðs. Gjaldið renni þannig ekki til Þjóð­skrár heldur í ríkis­sjóð.

„Þjóð­skrá hefur skilning á því að gjaldið getur verið um­tals­verður kostnaður fyrir ein­stak­linga, en bendir á að það sé á for­ræði Al­þingis að á­kvarða gjald­tökuna. Er gjald­taka Þjóð­skrár þannig bundin í lög og er Þjóð­skrá ekki heimilt að fella niður gjöld sem stofnuninni er ætlað að inn­heimta með þessum hætti.“