Bandaríski kennarinn Abigail Zwerner, sem var alvarlega særð í skotárás nemanda síns í síðasta mánuði, hafði áður varað við hegðun drengsins sem framdi skotárásina.
Zwerner var við störf í grunnskóla í borginni Newport News í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum þegar sex ára gamall nemandi hennar dróg upp skammbyssu úr skólatösku sinni og skaut kennara sinn.
Þrátt fyrir að Zwerner hafi verið skotin tvisvar þá tókst henni að leiða nemendur sína út úr kennslustofunni áður en henni var ekið á sjúkrahús.
Zwerner hlaut alvarlega áverka sem var í fyrstu lýst sem lífshættulegum en lifði þó af.
Samkvæmt nýjum heimildum hefur nú komið fram að Zwerner hafi varað við hegðun drengsins til skólayfirvalda í aðdraganda árásinnar þar sem hann hafi ógnað samnemendum sínum. Hafði Zwerner orð á því að henni myndi ekki líða vel með að fá hann sneri aftur í skólastofuna eftir að honum var vísað frá.
Lögfræðingur Zwerner segir hana ætla að lögsækja skólayfirvöldin fyrir skotárásina sem hafi verið hægt að koma í veg fyrir.