Til­tölu­lega ró­legt var í um­dæmi lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu í gær­kvöldi og í nótt ef marka má skeyti lög­reglu nú í morguns­árið.

Lög­regla hand­tók mann eftir að til­kynning barst um að hann hefði hótað starfs­fólki verslunar í mið­borginni. Maðurinn var vistaður í fanga­klefa þar til hægt verður að ræða við hann. Þá var til­kynnt um sofandi ein­stak­ling í verslun í hverfi 108. Hann var vakinn og hélt sína leið í kjöl­farið.

Til­kynnt var um bíl­veltu í Garða­bæ og er öku­maðurinn grunaður um akstur undir á­hrifum á­fengis. Var hann vistaður í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins. Loks var til­kynnt um líkams­á­rás í Kópa­vogi og var hinum grunaða sleppt að lokinni skýrslu­töku. Frekari upp­lýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lög­reglu.