Tiltölulega rólegt var í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt ef marka má skeyti lögreglu nú í morgunsárið.
Lögregla handtók mann eftir að tilkynning barst um að hann hefði hótað starfsfólki verslunar í miðborginni. Maðurinn var vistaður í fangaklefa þar til hægt verður að ræða við hann. Þá var tilkynnt um sofandi einstakling í verslun í hverfi 108. Hann var vakinn og hélt sína leið í kjölfarið.
Tilkynnt var um bílveltu í Garðabæ og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Var hann vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Loks var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi og var hinum grunaða sleppt að lokinni skýrslutöku. Frekari upplýsingar um málið koma ekki fram í skeyti lögreglu.