Sigurður Lauf­dal kokkur átti besta fiskinn í for­keppni Bocu­se d'Or sem fram fór í Eist­landi í dag og flaug hans teymi á­fram í aðal­keppnina sem fram fer í Lyon á næsta ári. Sigurður og fé­lagar lentu í fjórða sæti.

Sigurður og teymið hans, sem telur tíu manns, flugu til Eist­lands síðast­liðnu helgi. Eldaði teymið sjö stykki af eist­nest­kri lyng­hænu í heilu, með lyng­hænu­eggi á­samt hinum drulluga cat­fish sem veiðist ekki við Ís­lands­strendur.

„Ég verð að viður­kenna að ég veit ekki ís­lenska heitið á honum. Ég hafði aldrei eldað svona fisk áður en ég fór að æfa mig,“ sagði Sigurður um fisk­réttinn í sam­tali við Frétta­blaðið í síðustu viku.

Ljóst að æfingin hefur skilað sér, enda fisk­réttur Sigurðar sá besti. Hann segir til­finninguna frá­bæra í sam­tali við blaðið. Stefnt hafi verið að því að komast í topp 5 og það hafi tekist en ársundir­búningur fór í for­keppnina.

Áttirðu von á þessum árangri með fiskinn?

„Sko, ekkert endi­lega fiskinn en ég var alveg búinn að búast við góðum árangri. En maður veit auð­vitað aldrei neitt fyrir­fram og fjórða sætið er auð­vitað bara geggjað og að fá viður­kenningu fyrir besta fiskinn,“ segir hann léttur í bragði.

Hann segir að­spurður að næsta allt sem teymið hafi lagt upp með hafi heppnast. Það séu þó alltaf ein­hver smá­at­riði sem skolist til hliðar í hita leiksins en stóra myndin hafi gengið upp. Hann segir stemninguna á keppninni hafa verið frá­bæra, þrátt fyrir CO­VID.

„Núna erum við komnir í aðal­keppnina sem fer fram í Lyon í júní á næsta ári. Þannig núna er það bara að fara beint í æfingar þegar við komum heim. Gleyma þessu og halda á­fram,“ segir hann og hlær.