Héraðssaksóknari hefur ákært tuttugu og átta ára gamla spænska konu fyrir innflutning á tæplega 15 kílóum af maríhúana, ætluðu til söludreifingar hér á landi.

Konan flutti efnin til landsins með farþegaflugi frá Frankfurt til Keflavíkur 9. ágúst síðastliðinn.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn.

Sætir tilkynningarskyldu til lögreglu

Hin ákærða er ekki í gæsluvarðhaldi en sætir hins vegar sérstakri tilkynningarskyldu hjá lögreglustjóranum á suðurnesjum samkvæmt útlendingalögum og þarf að dveljast innan ákveðins svæðis.

Sjaldgæft er orðið að svona mikið magn kannabisefna haldlagt á landamærum, en innlend framleiðsla hefur að mestu annað eftirspurn þessara efna hérlendis á undanförnum árum.