Einn hefur verið úr­skurðaður í gæslu­varð­hald og nokkrir hand­teknir vegna rann­sóknar lög­reglunnar á kanna­bis­ræktun á fjórum stöðum á höfuð­borgar­svæðinu. Í til­kynningu frá lög­reglunni kemur fram að undan­farið hafi lög­reglan stöðvar fjórar kanna­bis­ræktanir og lagt hald á vel á annað hundrað kíló af kanna­bis­efnum. Mat lög­reglu er að í öllum til­vikum hafi efnin verið ætluð til sölu og dreifingu.

Sam­kvæmt til­kynningu lög­reglunnar var um að ræða um­fangs­miklar ræktanir í bæði iðnaðar- og í­búðar­hús­næði, meðal annars í sér­út­búnu rými, og var búnaðurinn eftir því.

Einum staðnum var einnig lagt hald á um eitt kíló af am­feta­míni.

Minnt er á upp­lýsinga­síma lög­reglu 800 5005. Í hann má hringja nafn­laust til að koma á fram­færi upp­lýsingum um skipu­lagða brota­starf­semi, eða önnur brot sem fólk hefur vit­neskju um. Á­bendingum um brot má einnig koma á fram­færi í tölvu­pósti á net­fangið abending@lrh.is