Ís­lensk yfir­völd hafa rætt við fleiri aðila en Pfizer um að­gengi að bólu­efni sem myndi tryggja hjarðó­næmi gegn CO­VID-19 hér á landi. Morgun­blaðið greinir frá þessu í dag og vísar í heimildir sínar.

Eins og greint var frá á dögunum hafa Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir rætt við Pfizer um að fá nokkur hundruð þúsund skammta af bólu­efni í til­rauna­skyni. Kári sagði við mbl.is á föstu­dag að við­ræðurnar virtust ekki ætla að skila árangri.

Í frétt Morgun­blaðsins í dag kemur fram að það muni ráðast í vikunni hvort við­ræður við Pfizer skili árangri en á sama tíma er einnig rætt við aðra fram­leið­endur bólu­efna, þó þær við­ræður séu komnar skemmra á veg. Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segist enn ráð­gera að meiri­hluti Ís­lendinga verði bólu­settur um mitt þetta ár.