Lyfja­stofnun hefur nú fengið átta til­kynningar um and­lát eftir bólu­setningu en til­kynning um and­lát aldraðrar mann­eskju sem hafði lokið bólu­setningu með bólu­efni Pfizer og BioN­Tech barst stofnuninni í gær. Þetta kemur fram í frétt RÚV um málið.

Að því er kemur fram á heima­síðu Lyfja­stofnunar hafa nú 193 til­kynningar vegna gruns um auka­verkun í kjöl­far bólu­setningar borist, þar af 132 vegna bólu­efnis Pfizer, þar af níu al­var­legar, og 61 vegna bólu­efnis Moderna, þar af ein al­var­leg.

Rúna Hauks­dóttir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofnunar, segir í sam­tali við RÚV að engar vís­bendingar séu um tengsl and­látanna við bólu­setninguna en allir þeir sem hafa látist voru aldraðir með undir­liggjandi sjúk­dóma.

Greint var frá því í síðustu viku að ekki hafi verið hægt að útiloka orsakasamband í einu andláti en þó hafi það líklegast verið vegna undirliggjandi sjúkdóma.

Þá segir Rúna að sam­bæri­legar auka­verkanir hafi komið fram við bólu­setningu í ná­granna­löndum en þar hafi heldur ekki komið fram að tengsl séu milli bólu­setningarinnar og al­var­lega auka­verkanna. Hún segir nýjasta and­látið ekki gefa til­efni til frekari rann­sókna.