Land­eig­endur að Geldingar­dölum hafa farið fram á al­ger­lega ó­raun­hæfa upp­hæð að mati Norður­flugs og fé­lagið segist nánast þvingað til samninga. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfir­lýsingu frá Norður­flugi.

Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá hefur sýslu­maður á Suður­nesjum lagt fram lög­bann við lendingum þyrlna Norður­flugs við gos­stöðvarnar í Geldinga­dölum, eftir að beiðni þess efnis kom frá land­eig­endum.

Fé­lagið segist hafa átt í samninga­við­ræðum við land­eig­endur um nokkurt skeið án árangurs. „Þar hefur á­greinings­efnið verið upp­hæð gjaldsins, en ekki hvort gjald skuli yfir­höfuð vera greitt, sem og að ekkert til­lit yrði tekið til hvort yfir­höfuð væri hægt að fljúga vegna veðurs. Vilji okkar til að ganga til samninga hefur samt verið skýr frá upp­hafi.Það breytir hins vegar samnings­stöðu okkar þegar búið er að leggja á lög­bann og við þar með nánast þvinguð til samninga.“

Segir í til­kynningunni að hug­myndir land­eig­enda um gjald sé í raun um­fram fram­legð og því væri tap af hverri flug­ferð. Þá hafi land­eig­endur sent einu þyrlu­fé­lagi ó­mótuð drög að samningi en ekki Norður­flugi. Segir fé­lagið að eðli­legt væri að land­eig­endur hefðu mótað gjald­töku sem tæku mið af þekktum lendingar­gjöldum og hefðu sent öllum þyrlu­rek­endum slíkt upp­legg að samningi.

„Til dæmis hefði verið sann­girnis­mál að rukka ekkert fyrir þá Ís­lendinga sem ættu þess ekki kost, sökum fötlunar eða aldurs, að upp­lifa eld­gosið nema með þyrlum eða flug­vélum. Slíkt hefði verið sann­girnis­mál. Það er greini­legt að um stefnu­breytingu land­eig­enda er að ræða, þar sem í upp­hafi gos, og sam­hliða kostnaði ríkisins vegna að­gengis, voru gefnar yfir­lýsingar um að ekki væri ætlunin að taka gjald fyrir það.“

Ný­lunda að litið sé á eld­gos sem við­burð

Þá segir í til­kynningunni að eld­gos komi sér vel fyrir Ís­lendinga nú þegar hafist verði handa við að byggja upp heila at­vinnu­grein eftir heims­far­aldur. Það sé ný­lunda að litið sé á eld­gos sem við­burð sem land­eig­andi eigi hlut í.

„Ekki er gott að sjá hvert slíkt við­horf leiðir en ljóst að brotið er blað í að­gengi al­mennings að gosinu. Hvaða náttúru­legi við­burður verður næst for­senda gjald­töku land­eig­enda?

Norður­flug hefur um nokkurt skeið í­hugað að hætta lendingum við eld­gosið, af öryggis­á­stæðum. Lendingar­svæði þar sem út­sýni yfir gosið er orðið minna en var, og nokkuð hefur borið á að far­þegar okkar, sem margir eru komnir yfir miðjan aldur, hafa upp­lifað ó­þægindi þegar farið er út úr þyrlunum. Af þeim á­stæðum höfum við velt fyrir okkur að hætta að lenda, líkt og önnur fé­lög hafa nú þegar gert. Lög­bannið hefur flýtt þeim á­ætlunum.“