Rann­sak­endur reyna nú að komast að því hvað varð til þess að Boeing 737-800NG vél flug­fé­lagsins China Ea­stern hrapaði lóð­beint niður í vikunni í fjal­lendi í suður­hluta Kína. Vélin var á leið frá Kun­ming til Guangz­hou en China Ea­stern missti sam­band við vélina yfir borginni Wuz­hou. Alls voru 132 um borð í vélinni þegar hún hrapaði, 123 far­þegar og níu starfs­menn, en þau eru öll talin látin.

Á vef Al Jazeera kemur fram að annar svartur kassi vélarinnar hafi fundist en að enn sé leitað að hinum svarta kassa vélarinnar. Í þeim fyrri sem fannst er að finna upptökur frá flugmanni sem geta nýst til að skilja hvað gerðist betur. Í fréttinni kemur fram að kassinn hafi verið í nokkuð góðu standi og að hann hafi verið sendur til Peking til rannsóknar. Líklegt er að upplýsingarnar sem þar eru geti varpað ljósi á samskipti flugmannanna þriggja í aðdraganda þess að vélin hrapaði. Tveir flugmennirnir voru mjög reynslumiklir en sá þriðji var með til að læra og fylgjast með.

Sam­kvæmt kín­verska miðlinum China Daily eru um tvö þúsund manns sem sinna leitar­að­gerðum og hafa við leit fundist ýmsir per­sónu­legir munir frá far­þegum vélarinnar, eins og veski, far­miðar og skil­ríki. Svarta box vélarinnar fannst í fyrradag og var sent til frekari rannsóknar.

Leit hefur þó gengið erfið­lega þar sem um er að ræða fjall­lendi og að­gengi tak­markað. Í­búar á svæðinu hafa nýtt mótor­hjól til að fara með vistir og búnað að leitar­svæðinu.

Drónar hafa verið notaðir við leitina en leitar­svæðið er gífur­lega stórt, eða um 680 þúsund fer­metrar, samkvæmt China Daily.

Á myndinni sést hvaðan vélin fór og hvar hún hrapaði.
Mynd/Graphic News

Hrapaði beint niður

Í er­lendum miðlum segir að sér­fræðingar í flugi séu hissa á því hvernig vélin hrapaði en hún var í miðju flugi. Al­gengast er að flug­slys eigi sér stað við flug­tak eða í lendingu. Á mynd­böndum af hrapi vélarinnar sést að hún hrapaði beint niður, afar hratt. Vitni hafa sagt vélina hafa al­ger­lega brotnað í sundur og leitar­aðilar hafa ekki fundið neina á lífi.

Fjöldi tekur þátt í leitaraðgerðum þar sem vélin hrapaði í Guangxi héraði.
Fréttablaðið/EPA

Forveri 737-MAX

Eins og fram kemur komið var vélin af gerðinni Boeing 737-800NG sem er ein vinsælasta vél Boeing. 737-800NG eru í raun forverar 737-MAX vélanna en eins og þekkt er hröpuðu tvær slíkar vélar stuttu eftir flugtak vegna bilunar árin 2018 og 2019 með þeim afleiðingum að 346 létu lífið.

Í kjöl­far slyssins hefur China Ea­stern kyrr­sett allar þeirra vélar af sömu gerð en um 1.200 slíkar vélar hafa verið seldar til Kína. Sam­kvæmt vef New York Times eru alls um 4.200 slíkar vélar í um­ferð í öllum heiminum.