Lög­reglan Í Brussel lýsir enn eftir Kon­ráði Hrafn­kels­syni en líkt og Frétta­blaðið greindi frá síðast­liðinn laugar­dag hefur ekkert sést né heyrst til Kon­ráðs frá því á fimmtu­dag. Kærasta Kon­ráðs, Kristjana Diljá Þórarins­dóttir, vakti at­hygli á málinu á Face­book síðu sinni og til­kynnti málið til lög­reglu.

Að því er kemur fram í frétt flæmska miðilsins Fland­ers Today, og Vísir greindi fyrst frá, er málið ekki flokkað sem neyðar­til­felli af yfir­völdum og því fær lög­regla því ekki sjálf­virkt leyfi til þess að fara yfir mynd­efni úr eftir­lits­mynda­vélum eða að rekja síma Kon­ráðs.

Sótt hafi verið um slík leyfi en lög­reglu hafi ekki borist svör um slíka heimild. „Enn sem komið er hafa þau ekki skoðað mynda­vélarnar, rakið síma hans eða neitt,“ segir Kristjana í sam­tali við miðilinn um málið. Fjölskyldan segir að það sé mjög ólíkt Konráði að láta ekki vita af sér.

Sást síðast á McDonalds-stað í miðborginni

Kon­ráð yfir­gaf heimili sitt í Brussel að morgni síðasta fimmtu­dags og sást síðast klukkan níu sama dag á McDonalds-stað í Bour­se-hverfinu í mið­borginni.

Hann er 178 sentí­metrar á hæð, með ljóst hár og blá augu. Hann yfir­gaf heimilið á bláu reið­hjóli, klæddur í bláar galla­buxur, gráan stutt­erma­bol og hvíta Nike skó. Þá var hann með dökkan bak­poka, der­húfu og svört Mars­hall heyrnar­tól.

Kristjana tekur við öllum á­bendingum í skila­boðum á Face­book eða í tölvu­pósti á net­fangið info.konni92@gma­il.com.