Sótt­varnar­stofnun Bandaríkjanna (CDC) hætti að rekja og skrá niður smit hjá bólu­settum ein­stak­lingum, sem veikjast ekki al­var­leg, í byrjun maí mánaðar. Sam­kvæmt The New York Times og Busi­ness Insi­der gerir þetta heil­brigðis­stofnunum vestan­hafs erfitt fyrir í smitrakningu en stór hópur Banda­ríkja­manna er enn bólu­settur.

Í frétt Buis­ness Insi­der í byrjun mánaðar kemur fram að CDC að hafi hætt skráningu í byrjun maí þar sem engar eða litlar upp­lýsingar um ein­kenni væru að finna í til­kynntum smitum hjá bólu­settum ein­stak­lingum. „Sem er ein á­stæðan fyrir því að við birtum bara upp­lýsingar um inn­langir á spítala og dauðs­föll,“ segir í svari CDC við fyrir­spurn Business Insi­der.

Í svarinu kemur samt fram að CDC er enn að vinna með níu ríkjum Banda­ríkjanna að rað­kóða veiruna í bólu­settum og þar eru fylgst með smitum hjá þeim sem eru með enginn eða væg ein­kenni.

Robert Sch­merling, að­stoðar­prófessor við læknis­fræði­deild Harvard há­skóla, skrifaði pistill um þessa á­kvörðun CDC á vef Harvard háskóla, þar sem hann segir á­kvörðunina vera von­brigði.

„Með því að fylgjast bara inn­lögnum á spítala og dauðs­föllum gætum við verið að missa af mikil­vægum upp­lýsingum um hvernig fólk Delta-af­brigðið hefur á­hrif á fólk með væg ein­kenni til lengri tíma,“ skrifar Shc­merling. Hann sagði einnig að með því að skrá ekki niður smitum væri erfitt að fylgjast með hvaða bólu­efni væri á­hrifa­ríkast.

Tímasóun að skrá smit hjá bólusettum

Apoorva Manda­villi, heil­brigðis- og vísinda blaða­maður New York Times, var gestur í dag­legu hlað­varpi NYT í dag þar sem hún fór yfir mis­ræmið í á­hyggjum heil­brigðis­sér­fræðinga og á­kvarðanir CDC.

„Við vitum í raun ekki hversu út­breitt Delta-af­brigðið er því CDC hefur ekki verið rekja smit hjá bólu­settum síðan í maí, nema ein­hver sé lagður inn á spítala eða er dauð­vona,“ segir Apoorva. „Þeir eru að skoða minni rann­sóknir um þetta en það er ekki fylgst með þessu á lands­vísu.“

Spurð um af hverju CDC er ekki að fylgjast með þessum smitum segir Apoorva að það sé vegna þess að það var vitað fyrir fram að bólu­settir myndu smitast. „Og við vissum að það yrði nægi­lega mikill fjöldi til þess að sjá að það yrði tíma­sóun hjá CDC að fylgjast með hverju smiti,“ segir Apoorva en bætir við að það sé hugsunar­háttur sem var við líði áður en Delta-af­brigðið fór á flug meðal bólu­settra.

„Núna lítur út fyrir að það hefði verið góð hug­mynd að fylgjast með þessum smitum. Bara til að sjá hversu margir bólu­settir eru að smitast af Delta-af­brigðinu.“

Upplýsingamiðstöð um bóluefni gegn COVID-19 í New York-borg. Einungis helmingur Bandaríkjamanna eru bólusettir.
Ljósmynd/AFP

CDC segir grímuskylda á landsvísu óþarfi

Í hlað­varpinu segir Apoorva að þeir heil­brigðis­sér­fræðingar sem hún hafi rætt við vilja að grímu­skylda verði komið á í Banda­ríkjunum í verslunum, skólum og í­þrótta­við­burðum. Hún telur bæði Hvíta húsið og heil­brigðis­sér­fræðingar séu að þrýsta á CDC til að setja grímu­skyldu aftur á í Banda­ríkjunum en sótt­varnar­eftir­litið segir að það sé ó­nauð­syn­legt og haggast ekki í á­kvörðun sinni.

„Núna þegar við vitum af Delta-af­brigðinu og smitum hjá bólu­settum þá finnst mér að við ættum öll að vera með grímur. Það er það sem sér­fræðingarnir segja mér,“ segir Apoorva.

Apoorva í­trekar hins vegar að bólu­settir þurfi ekki að hafa miklar á­hyggjur af því að smitast enda mjög litlar líkur á því að þeir veikist. Á­hyggju­efnið er hins vegar að þeir dreifi veirunni til þeirra sem eru óbólu­settir en í Banda­ríkjunum, ó­líkt Ís­landi, eru fjöl­margir enn óbólu­settir.

Sveitar­fé­lög og ríki geta hins vegar enn sett á grímu­skyldu ef smitum fjölgar mikið en CDC telur al­gjör ó­þarfi að setja á grímu­skyldu á lands­vísu.