Landssamband lögreglumanna hefur hvorki heyrt frá dómsmálaráðherra né ríkissaksóknara eftir að félagið bað um að ríkissaksóknari rannsakaði ummæli Þorbjargar Ingu Jónsdóttur lögmanns.

Þorbjörg Inga sagði að hjá lögreglu og dómstólum væri gerður mannamunur eftir þjóðfélagsstöðu.

Ummælin fóru illa í lögreglumenn, ekki síst því Þorbjörg Inga er í nefnd um eftirlit með lögreglumönnum.

„Nei, það hefur í raun ekkert gerst, nema að Ríkislögreglustjóri er að kanna með hvaða hætti þau geta brugðist við ósk ráðherrans um að kanna þetta mál. Við höfum ekkert heyrt beint sjálf frá ráðherranum eða ríkissaksóknara,“ segir Fjölnir.