Erlent

Deildu upptökum í tengslum við morðið

Tyrknesk yfirvöld hafa deilt upptökum í tengslum við morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi með yfirvöldum nokkurra ríkja. Ekki er vitað hvað er á upptökunum.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Fréttablaðið/AFP

Tyrknesk yfirvöld segjast hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu á Sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi með yfirvöldum, meðal annars í Sádi-Arabíu, Bandaríkjunum og Bretlandi.

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, greindi frá þessu í dag og ítrekar að hann telji Sáda vita hver myrti blaðamanninn. Khashoggi hafði gagnrýnt sádiarabísk stjórnvöld harðlega og var myrtur á ræðisskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í byrjun október. 

Blaðamaðurinn hafði verið búsettur í Bandaríkjunum um skeið þar sem hann skrifaði meðal annars fyrir Washington Post. Hann sagði í viðtali við blaðamann breska ríkisútvarpsins, einungis þremur dögum áður en hann var myrtur, að hann teldi sig ekki geta snúið aftur til heimalandsins.

Khashoggi fór á ræðisskrifstofuna umræddan dag til þess að sækja pappíra fyrir væntanlega giftingu. Hann sást ekki aftur eftir það. Sádar þvertóku ítrekað fyrir það að hafa orðið blaðamanninum að bana en viðurkenndu að lokum að Khashoggi hafi látist á skrifstofunni, en sögðu það hafa verið af slysförum. Þá hafa þarlend stjórnvöld ítrekað neitað því að nokkur í konungsfjölskyldunni hafi verið viðrininn við morðið.

Erdogan hefur hins vegar sakað háttsetta yfirmenn í Sádi-Arabíu um að standa að baki ódæðinu og segist hafa deilt upptökum sem tengjast morðinu með yfirvöldum í Sádi-Arabíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

Ekki hefur komið fram hvað er á upptökunum, einungis að þær tengist morðinu. Lík Khashoggi hefur enn ekki fundist. 

Í tyrkneskum miðlum í dag er greint frá því að sundurlimaðar líkamsleifar blaðamannsins hafi verið hellt niður niðurfall eftir að hafa verið leystar upp í sýru. Á vefsíðu AFP-fréttastofunnar er greint frá því að sýni úr niðurfalli ræðisskrifstofunnar hafi rennt stoðum undir slíkar grunnsemdir. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Erlent

Ósáttir stóðu vörð um stjórn Theresu May

Bretland

May stóð af sér vantraust

Auglýsing

Nýjast

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Auglýsing