Vega­gerðinni hafa borist um 270 at­huga­semdir í vef­sjá vegna færslu Hring­vegar (1-b2_b4) um Mýr­dal. Þær varða flestar á­hyggjur fólks um á­hrif færslu vegarins á líf­ríki í dyr­hóla­ósnum og upp­lifun ferða­manna við Reynis- og Víkur­fjöru. Á mánu­daginn rennur út frestur til að senda inn at­huga­semdir á drögum að mat­sætlun Vega­gerðarinnar á færslu hring­vegarins.

Haldinn var í­búa­fundur í dag þar sem farið var yfir helstu þætti verk­efnisins og næstu skref.

Árið 2013 var aðal­skipu­lag Mýr­dals­hrepps 2012 til 2028 sam­þykkt með nýrri veg­línu Hring­vegar um Mýr­dal, í jarð­göng sunnar­lega í Reynis­fjalli og sunnan við byggðina í Vík. Sam­göngu­á­ætlun sem gildir frá 2020 til 2024 gerir ráð fyrir fjár­magni í undir­búning þessarar nýju veg­línu. Vega­gerðin vinnur því að for­hönnun og undir­búningi á mati á um­hverfis­á­hrifum vegna færslu Hring­vegarins.

Á myndinni eru þær Erla Björg Aðalsteinsdóttir hjá VSÓ ráðgjöf (t.v.) og Þorbjörg Sævarsdóttir hjá Vegagerðinni (t.h).
Skjáskot/Vimeo

Vinna mat á umhverfisáhrifum

Á í­búa­fundinum í dag kom fram í máli Þor­bjargar Sæ­vars­dóttur hjá Vega­gerðinni að ekki sé búið að fjár­magna verk­efnið sjálft en að búið sé að fjár­magna for­hönnun sem nú er í vinnslu. Sam­hliða því verður unnið mat á um­hverfis­á­hrifum. Þeir um­hverfis­þættir sem verður tekið til­lit til eru meðal annars gróður­far og vist­gerðir, fugla­líf, hljóð­vist, ferða­þjónusta og úti­vist og náttúru­vá.

Umhverfisþættirnir sem tekið verður tillit til í umhverfismati.
Mynd/Vegagerðin

Færa veg úr þéttbýli

Mark­miðin sem Vega­gerðin hefur sett sér vegna til­færslu vegarins eru skýr en það er að tryggja greið­færni á veturna fyrir alla um­ferð, bætt um­ferðar­öryggi með mýkri beygjum, betri sjón­línu og minni halli. Þá er einnig mark­mið að ná þjóð­veginum úr þétt­býli og að stytta hann.

Þær til­lögur sem Vega­gerðin vinnur með núna á þessu stigi má sjá á myndinni hér að neðan. Sá val­kostur sem helst er skoðaður núna er merktur Skipu­lags­lína en alls eru fjórir kostir til um­ræðu. Eins og má sjá liggja þrír þeirra nærri ströndinni og einn með fram þjóð­veginum eins og hann er núna. Þá er einnig fimmti val­kosturinn að gera ekki neitt.

Valkostir sem eru til skoðunar og hringvegurinn í dag.
Mynd/Vegagerðin

Auðveldara að hafa áhrif núna

Erla Björg Aðalsteinsdóttir hjá VSÓ ráðgjöf kallaði eftir því á fundinum að fólk sendi inn at­huga­semdir á þessu stigi málsins og sagði mun auð­veldara að hafa á­hrif núna þegar rann­sóknir eiga enn eftir að fara fram og enn eigi eftir að skrifa skýrslur um málið.

Til­kynning um málið er að­gengi­leg hér. Upp­taka er að­gengi­leg hér af fundinum sem fram fór i há­deginu. Eins og fram kom hér að ofan rennur frestur út 1. febrúar, á mánu­dag, til að senda inn at­huga­semd um drög að mats­á­ætlun en það er þó ekki seinasti tíminn sem fólk hefur til að gera at­huga­semdir við verk­efnið. Hér að neðan má sjá tíma­ramma mats­ferlisins.

Nánar er hægt að kynna sér málið hér í vefsjá verkefnisins.

Matsferlið.
Mynd/Vegagerðin