Réttar­meina­fræðingar í Mexíkó báru ný­verið kennsla á 44 lík sem fundust grafin í brunnu í Jalisco-ríki.

Líkin fundust rétt fyrir utan borgina Guada­la­jara og voru falin í 119 svörtum rusla­pokum. Þau fundust fyrr í mánuðinum þegar í­búar höfðu kvartað undan slæmri lykt. Lík­fundurinn er sá annar stærsti í ríkinu á þessu áru, en of­beldis­fyllstu glæpa­gengi Mexíkó starfa í ríkinu.

Meiri­hluta líkanna voru skorin í hluta svo að yfir­völd þurftu að „púsla“ líkams­hlutunum saman svo hægt væri að bera kennsl á líkin. Enn eru margir líkams­hlutar sem ekki hefur tekist að bera kennsl á.

Sam­tök sem vinna á svæðinu við að leita að fólki sem til­kynnt hefur verið týnt hafa kallað eftir því að yfir­völd sendi fleiri sér­fræðinga á svæðið svo hægt sé að bera kennsl á líkin. Þau telja að réttar­meina­fræðingar svæðisins ráði ekki við um­fang verk­efnisins og hafi ekki þá kunn­áttu sem til þarf.

Greint er frá á BBC.