Sótt­varnar­yfir­völd hafa ekki beðið Þjóð­há­tíðar­nefnd um að hólfa niður að vera með fjölda­tak­markanir í ljósi fjölda smita innan­lands, samkvæmt Herði Orra Grettissyni, formanni Þjóðhátíðarnefndar.

Hörður segir nefndina hins vegar hafa áhyggjur af stöðunni. „Auð­vitað erum við á­hyggju­full yfir stöðunni. Það gefur auga­leið,“ segir Hörður.

Spurður um hvort nefndin hafi skoðað hvernig að­gerðir væri hægt að fara í ef staðan breytist, segir hann svo ekki vera. „Nei við höfum í sjálfum sér ekki skoðað það. Við búum að skipu­lagi frá því í fyrra. Ég held það sé alveg ljóst að það fer eftir því hvernig staðan verður. Ef það verða settar tak­markanir innan­lands þá þurfum við bara að skoða það þegar það kemur í ljós,“ segir Hörður.

Ekkert annað í stöðunni en að halda áfram

Alls greindust 56 Co­v­id-smit inn­an­lands í gær. Af þeim sem greind­ust voru 43 full­ból­u­sett­ir, ból­u­setn­ing var haf­in hjá tveim­ur og ell­ef­u voru ekki ból­u­sett­ir.

Aðspurður vildi Hörður ekki gefa upp hversu margir miðar hafa verið seldir á Þjóð­há­tíð í ár.

Að sögn Harðar mun Þjóð­há­tíðar­nefnd halda ó­trauð á­fram að skipu­leggja há­tíðina þangað til annað kemur í ljós. „Það er ekkert annað að gera,“ segir Hörður að lokum.