Blaða­menn án landa­mæra, RSF, og önnur fé­laga­sam­tök sem beita sér fyrir mann­réttindum og fjöl­miðla­frelsi segjast hafa á­hyggjur af „her­ferð“ Hvíta-Rúss­lands gegn fjöl­miðlum og kalla eftir því að evrópskar stofnanir beiti sér gegn yfir­völdum þar í landi.

Vísað er til for­seta­kosninganna sem fóru fram í Hvíta-Rúss­landi þann 9. ágúst 2020 en Alexander Lúka­sjen­kó, for­seti Hvíta-Rúss­lands, hlaut þar endur­kjör með um 80 prósent at­kvæða. Hann var í kjöl­farið sakaður um stór­fellt kosninga­svindl og brutust mót­mæli út víða.

„Frá 9. ágúst höfum við tekið eftir um það bil 400 til­fellum þar sem blaða­menn eru hand­teknir fyrir að vinna sína vinnu við að fjalla um mikil, frið­sam­legi mót­mæli vegna svik­sam­legs endur­kjörs for­setans, Alexander Lúka­sjen­kó,“ segir í yfir­lýsingu sam­takanna um málið.

Ekki nóg gert

Sam­kvæmt yfir­lýsingunni hafa 62 til­felli komið upp þar sem blaða­menn hafa verið beittir of­beldi og eru 11 blaða­menn nú í fangelsi. „Hand­tökur blaða­manna leiða sí­fellt oftar til sak­fellingar, lengd varð­halds lengist, og blaða­menn sæta oft illri með­ferð í varð­haldi,“ segir í yfir­lýsingunni.

Evrópu­sam­bandið hefur þegar for­dæmt yfir­völd í Hvíta-Rúss­landi vegna málsins og beitt þá refsi­að­gerðum. Sam­tökin segja það vera skref í rétta átt en það eitt og sér sé ekki nóg til að tryggja mann­réttindi og tjáningar­frelsi þar í landi.

Sam­tökin koma með fimm til­lögur til stofnana og ríkja Evrópu­sam­bandsins; að stöðva fjár­mála­að­stoð til Hvíta-Rúss­lands, halda á­fram að beita refsi­að­gerðum, stöðva greiðslur ESB til Hvíta-Rússa, veita blaða­mönnum sem er ógnað á svæðinu að­stoð, og styðja frjálsa fjöl­miðlun.