Erlent

Hafa áhyggjur af fækkun skordýra í heiminum

Ýmsum skordýrum fer fækkandi víða í heiminum. Rannsakendur hafa áhyggjur af því hvaða áhrif það hefur á fæðukeðjuna og náttúruna. Ákveðnum tegundum fækkar átta sinnum hraðar en til dæmis spendýrum, fuglum og skriðdýrum.

Fiðrildategundum fækkar víða í heiminum Fréttablaðið/Getty

Í nýrri úttekt um stöðu skordýra í heiminum segir að líklegt sé að um 40 prósent ýmissa skordýrategunda muni líklega hverfa eða fara verulega fækkandi á næstu árum.

Samkvæmt niðurstöðum samantektarinnar fækkar býflugum, maurum og bjöllum átta sinnum hraðar en spendýrum, fuglum og skriðdýrum. Rannsakendur telja þó að sumum tegundunum, eins og kakkalökkum og húsflugum, fari ört fjölgandi.

Fækkun skordýra má helst rekja til landbúnaðar, meindýraeiturs og loftslagsbreytinga.

Í frétt BBC um málið segir að meirihluti lifandi vera á landi eru skordýr og þau auki lífsgæði annarra á mikinn hátt. Þau eru fæða fyrir fugla, leðurblökur og mörg minni spendýr, þau fræva um það bil 75 prósent allrar uppskeru í heiminum, endurnýja jarðveg og halda ýmsum plágum í jarðvegi í skefjum.

Fjölmargar rannsóknir hafa undanfarin ár fjallað um fækkun býfluga í heiminum, sérstaklega í þróuðum löndum. En þessi nýja samantekt lítur á fleiri tegundir.

Maurar eru mörgum dýrum fæða Fréttablaðið/Getty

Einn þriðji skordýra í útrýmingarhættu

Samantektin er birt í blaðinu Biological Conservation og er í henni litið til 73 rannsókna sem birtar hafa verið víða um heim síðustu þrettán ár. Rannsakendur sem sáu um samantektina segja að niðurstöður bendi til að fækkun í heiminum muni samanlagt leiða til útrýmingar um 40 prósent allra skordýra á næstu áratugum. Einn þriðji skordýra er skráður í útrýmingarhættu.

Helsta ástæða er missir búsvæðið vegna landbúnaðar, þéttbýlisþróunar og skógaeyðingar samkvæmt einum höfunda rannsóknarinnar, Dr Francisco Sánchez-Bayo, sem starfar við háskólann í Sydney í Ástralíu.

„Önnur ástæða er aukin notkun meindýraeiturs í landbúnaði um allan heim og spilling vegna ýmissa efna. Þriðja ástæðan er líffræðileg og má rekja til ágengra tegunda og sjúkdómsvaldandi örvera. Sú fjórða er síðan loftslagsbreytingar, sérstaklega í hitabeltislöndum.

Kakkalakkar hafa þróað með sé ónæmi fyrir ýmsum meindýravörnum Fréttablaðið/Getty

Vantar rannsóknir í Afríku og Suður-Ameríku

Höfundar rannsóknarinnar hafa áhyggjur á því hvaða áhrif fækkun skordýranna hafi á fæðukeðjuna og að fleiri tegundir, svo sem fugla eða spendýra, muni deyja út sem afleiðing þess.

Rannsakendur sögðu einnig að þau hafi áhyggjur af því að ákveðnar tegundir skordýra hverfi og öðrum fjölgi. Þau nefndu þá tegundir eins og kakkalakka og húsflugur sem hafa í gegnum árin þróað með sér ónæmi fyrir meindýravörnum.

Þar er tekið fram að það sé margt sem fólk geti gert til að reyna að sporna við fækkun skordýranna eins og að kaupa lífrænan mat, ekki nota meindýraeitur og gera garða sína skordýra-vænni.

Þá var einnig tekið fram að þrátt fyrir að rannsóknir hafi verið framkvæmdar víða þá vantaði mikið upp á jafnvægi þeirra í öllum heimsálfum. Flestar eru framkvæmdar í Evrópu og Norður-Ameríku á meðan lítið er vitað um stöðu skordýra í Afríku og Suður-Ameríku.

Greint er frá á BBC. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Írland

Írar á­hyggju­fullir: Brexit án samnings yrði „brjál­æði“

Erlent

„Ekki mitt val að verða for­­síðu­­stúlka fyrir Íslamska ríkið“

Erlent

Hætta vegna gyðinga­and­úðar Cor­byn og Brexit

Auglýsing

Nýjast

Kaldur vindur í dag og stormur í nótt

Munu sækja tjón sitt vegna friðunar

Heilsugæslan ekki nútímafólki bjóðandi

Segir að ekki þurfi að velja milli hagsmuna ólíkra félaga

Hafna uppbyggingu á Granda

Fyrri frið­lýsingin nauð­syn­leg til að ná fram sátt

Auglýsing