Ríkis­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við Lög­reglu­stjórann á Austur­landi hefur á­kveðið að lýsa yfir hættu­stigi al­manna­varna á Seyðis­firði vegna hættu á skriðu­föllum.

Frá því í gær hafa mælst hreyfingar á fleka sem liggur milli skriðu­sársins frá því í fyrra og Búðar­ár. Þar að auki er spáð úr­komu á svæðinu er nær dregur helgi. Utan þess svæðis hafa fleka­hreyfingar ekki mælst.

Í ljósi þessa verða eftir­talin hús rýmd:

Við Foss­götu 4, 5, 7

Við Hafnar­götu 10,12, 14, 16b, 18c og 25

Þá er um­ferð um göngu­stíg með­fram Búðar­á bönnuð á meðan hættu­stig er í gildi.

Gert er ráð fyrir að rýming vari fram yfir helgi vegna úr­komu­spár fyrir svæðið og verður staðan metin að nýju þá. Unnið er að opnum fjölda­hjálpar­stöðvar í Herðu­breið þar sem allir eru vel­komnir sem verður opin fram eftir kvöldi. Fólki er einnig bent á að hafa hjálpar­síma Rauða krossins 1717 eða net­spjall.

Frétta­til­kynning verður næst send út fyrir há­degi á morgun.