Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi á Flateyri og í því sambandi voru þrjú íbúðarhús rýmd. Það er hús nr. 9 og 12 við Ólafstún og hús nr. 14 við Goðatún. Þetta kemur fram í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Þá er dvöl í bensínstöðinni bönnuð og kveikt verður á viðvörunarljósinu við höfnina sem merkir að ekki sé ráðlegt að dvelja þar.
„Þetta er algjör öryggisráðstöfun og óþarfi að óttast ef við fylgjum leiðbeiningum og fyrirmælum,“ segir í færslu lögreglunnar.
Flateyrarvegur en enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Sama á við um veginn milli Súðavíkur og Ísafjarðar og einnig svk. "Skíðaveg" sem liggur frá byggðinni á Ísafirði og upp á gönguskíðasvæðið á Seljalandsdal.
Þá er í gildi, síðan í gærkveldi, rýming atvinnuhúsnæði í Skutulsfirði, tvö hús á svk. Grænagarðsreit, við Skutulsfjarðarbraut, og sorpmóttaka Terra fyrir botni fjarðarins.
Lögreglan hvetur fólk til þess að vera ekki á ferðinni, að nauðsynjalausu, milli byggðakjarna meðan þessar veðuraðstæður eru.
I stigs rýming á Flateyri. Kæru íbúar á Flateyri. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi og í því sambandi...
Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Laugardagur, 23. janúar 2021