Veður­stofa Ís­lands hefur lýst yfir hættu­stigi á Flat­eyri og í því sambandi voru þrjú í­búðar­hús rýmd. Það er hús nr. 9 og 12 við Ólaf­s­tún og hús nr. 14 við Goða­tún. Þetta kemur fram í færslu lög­reglunnar á Vest­fjörðum.

Þá er dvöl í bensín­stöðinni bönnuð og kveikt verður á við­vörunar­ljósinu við höfnina sem merkir að ekki sé ráð­legt að dvelja þar.

„Þetta er al­gjör öryggis­ráð­stöfun og ó­þarfi að óttast ef við fylgjum leið­beiningum og fyrir­mælum,“ segir í færslu lög­reglunnar.

Flat­eyrar­vegur en enn lokaður vegna snjó­flóða­hættu. Sama á við um veginn milli Súða­víkur og Ísa­fjarðar og einnig svk. "Skíða­veg" sem liggur frá byggðinni á Ísa­firði og upp á göngu­skíða­svæðið á Selja­lands­dal.

Þá er í gildi, síðan í gær­kveldi, rýming at­vinnu­hús­næði í Skutuls­firði, tvö hús á svk. Græna­garðs­reit, við Skutuls­fjarðar­braut, og sorp­mót­taka Terra fyrir botni fjarðarins.

Lögreglan hvetur fólk til þess að vera ekki á ferðinni, að nauð­synja­lausu, milli byggða­kjarna meðan þessar veður­að­stæður eru.

I stigs rýming á Flateyri. Kæru íbúar á Flateyri. Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi og í því sambandi...

Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Laugardagur, 23. janúar 2021