Ríkis­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Austur­landi og Veður­stofu Ís­lands, hefur lýst yfir hættu­stigi á Eski­firði vegna skriðu­hættu.

Sprungur í gamla Odd­skarðs­veginum, ofan Eski­fjarðar hafa stækkað í dag. Í til­kynningu frá al­manna­varnar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra kemur fram að Veður­stofan mælist til þess að Botna­braut, Há­tún, Helga­fell, Lamb­eyra­r­braut, Hóls­vegur og Strand­gata verði rýmdar.

Í­búar í við­komandi götum eru beðnir um að skrá sig í fjölda­hjálpar­stöð Rauða kross Ís­lands í kirkju- og menningar­mið­stöðinni að Dal­braut 2 á Eski­firði eða að hringja í síma 1717.