Á­hætta vegna skipu­lagðrar brota­starf­semi hér á landi er mjög mikil, en á sama tíma búa Ís­lendingar ekki við sömu hættu og aðrir Evrópu­búar þegar kemur að hryðju­verkum.

Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu stýri­hóps Katrínar Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og þjóðar­öryggis­ráðs um mat á á­standi og horfum í þjóðar­öryggis­málum.

Telja að hryðjuverkamálið sé frávik

Í skýrslunni er tekið fram að þótt hryðju­verka­ógn sé hnatt­ræn og við­varandi, þá búa Ís­lendingar ekki við sömu hættu og önnur Evrópu­ríki undan­farin ár og er hættu stig vegna hryðju­verka metið lágt hér á landi. Þar af leiðandi hefur ekki verið gripið til sömu innan­lands­að­gerða og önnur Evrópu­ríki hafa gert í við­leitni til þess að sporna gegn hryðju­verkum.

„Hér á landi hefur ekki verið unnið hryðju­verk og enginn verið dæmdur fyrir hryðju­verka­starf­semi. Þótt hryðju­verka­ógn hafi verið al­mennt verið tak­mörkuð er mikil­vægt að lög­reglu­yfir­völd séu undir það búin að takast á við slíka ógn,“ segir meðal annars í skýrslunni og er vitnað til hryðju­verka­málsins svo kallaða sem er á borði héraðs­sak­sóknara, en beðið er eftir á­kærum í því máli. Tekið er fram að lög­reglu­yfir­völd telja að málið sé frá­vik og ekki til þess fallið að hækka við­búnaðar­stig vegna hryðju­verka­ógnar hér á landi.

Á Ís­landi eru um 90 þúsund vopn á skot­vopna­skrá lög­reglu. Stýri­hópurinn telur að miklu máli skiptir að vopna­lög­gjöf hér á landi sé skýr og af­dráttar­laus, bæði hvað varða inn­flutning vopna og fram­leiðslu.

Í á­bendingum stýri­hópsins kemur fram að leggja þurfi á­herslu á getu lög­reglunnar til þátt­töku í al­þjóða­sam­starfi á sviði hryðju­verka­varna, með upp­lýsinga­skiptum, greiningu, rann­sókna­sam­starfi og tryggja að henni fylgi virkt eftir­lit. Styrkja þarf heimildir lög­reglu til eftir­lits með skot­vopna­eign og vörslu og jafn­framt þarf að af­nema undan­þágur við banni við inn­flutningi sjálf­virka og hálf­sjálf­virkra skot­vopna.

Þá bendir hópurinn á mikil­vægi þess að ljúka full­gildingar­ferli Evrópu­ráðs­samningsins um varnir gegn hryðju­verkum og við­bótar­bókun við hann.

Mikil á­hætta á skipu­lagðri brota­starf­semi á Ís­landi

Á­hætta vegna skipu­lagðrar brota­starf­semi hér á landi er mjög mikil, að mati greininga­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra. Aukin notkun brota­hópa á starfrænni tækni eykur ógn við öryggi sam­fé­lags og ein­stak­linga. Þá líkist ís­lenskur fíkni­efna­markaður æ meira þeim evrópska að því leyti að við­skipti hafa með auknu mæli færst á smá­forrit og sam­fé­lags­miðla.

„Mark­vissar að­gerðir gegn skipu­lagðri brota­starf­semi ættu að hafa í för sér marg­vís­legan sam­fé­lags­legan á­vinning, þar með talið að stuðla að auknu öryggi borgaranna og hafa já­kvæð á­hrif á fjár­hags­stöðu ríkis­sjóðs, einkum að því leyti sem að­gerðirnar beinast að skatt­svikum, bóta­svikum og vinnu­markaðs­brotum,“ segir í skýrslunni.

Stýri­hópurinn segir í á­bendingum sínum að byggja þarf upp tækni­þekkingu innan lög­reglu til þess að bregðast við net­lægri brota­starf­semi og tryggja varð­veislu raf­rænna sönnunar­gagna.

Þá segir stýri­hópurinn að mikil­vægt sé að lög­regla hafi skýrar heimildir til þess að grípa til ráð­stafana í þágu af­brota­varna, meðal annars á sviði skipu­lagðrar brota­starf­semi, dreifingu á staf­rænu kyn­ferðis­of­beldi gegn börnum, net­brotum og á­rásum geng æðstu stjórn ríkisins og hryðju­verkum.

Jafn­framt þurfa að­gerðir lög­reglu á þessu sviði að sæta virku eftir­litið, með til­liti til mann­réttinda og réttar­verndar.