Pasco sýsla innan Flórída­fylkis í Banda­ríkjunum hefur verið sett í sótt­kví eftir að upp komst að stofn afrískra snigla væri að stækka á uggandi hraða. Sniglarnir eru hættu­legir mann­eskjum. Eins og nafnið gefur til kynna er snigillinn upp­runa­lega frá Afríku og því ekki upp­runa­lega frá Banda­ríkjunum.

Sniglarnir eru hættu­legir mönnum vegna þess að þeir bera sníkju­dýr sem kallast lungna­ormur (e. lungworm) og veldur heila­himnu­bólgu.

Sniglarnir verpa 2.500 eggjum á hverju ári og því er erfitt að halda stofninum í skefjum. Sniglarnir verða um 20 sentí­metra langir.

Sniglarnir eru taldir hafa komist til Banda­ríkjanna með ó­lög­legum dýra­við­skiptum. Ó­lög­legt er að eiga sniglana sem gælu­dýr. Þrátt fyrir það að ó­lög­legt sé að halda á­kveðin dýr í Banda­ríkjunum sækja sumir í það að eiga þau einungis vegna þess að þau eru ó­lög­leg.

Sótt­kvíin tók gildi 25. júní. Undir henni má ekki flytja snigla eða jarð­veg út fyrir sýsluna. Í­búar sýslunnar eru hvattir til að til­kynna snigla til Land­búnaðar- og neyt­enda­þjónustu Flórída, á­samt því að forðast að snerta sniglana á varnar­búnaðar.