Pasco sýsla innan Flórídafylkis í Bandaríkjunum hefur verið sett í sóttkví eftir að upp komst að stofn afrískra snigla væri að stækka á uggandi hraða. Sniglarnir eru hættulegir manneskjum. Eins og nafnið gefur til kynna er snigillinn upprunalega frá Afríku og því ekki upprunalega frá Bandaríkjunum.
Sniglarnir eru hættulegir mönnum vegna þess að þeir bera sníkjudýr sem kallast lungnaormur (e. lungworm) og veldur heilahimnubólgu.
Sniglarnir verpa 2.500 eggjum á hverju ári og því er erfitt að halda stofninum í skefjum. Sniglarnir verða um 20 sentímetra langir.
Sniglarnir eru taldir hafa komist til Bandaríkjanna með ólöglegum dýraviðskiptum. Ólöglegt er að eiga sniglana sem gæludýr. Þrátt fyrir það að ólöglegt sé að halda ákveðin dýr í Bandaríkjunum sækja sumir í það að eiga þau einungis vegna þess að þau eru ólögleg.
Sóttkvíin tók gildi 25. júní. Undir henni má ekki flytja snigla eða jarðveg út fyrir sýsluna. Íbúar sýslunnar eru hvattir til að tilkynna snigla til Landbúnaðar- og neytendaþjónustu Flórída, ásamt því að forðast að snerta sniglana á varnarbúnaðar.