Linda Dröfn Gunnars­dóttir fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfsins segir það í raun í takt við að­gerðir síðustu ára að til­kynningum um heimilis­of­beldi hafi farið fjölgandi. Greint var frá því í síðustu viku að sam­kvæmt tölum ríkis­lög­reglu­stjóra hafi til­kynningum alls fjölgað um tólf prósent á þessu ári miðað við það síðasta.

„Það veit enginn fyrir víst hvað er að baki þessum tölum en það er von okkar að á­stæða fjölgunarinnar sé meiri með­vitund um of­beldi,“ segir Linda en undan­farin ár hefur verið mikill fókus á að þol­endur til­kynni það of­beldi sem þeir verða fyrir.

„Það vita það allir í þessum sem kom að þessum mála­flokki að það eru allt of fáar til­kynningar miðað við það hversu mikið of­beldi er þarna úti. Ef það er að raun­gerast núna og þessar að­gerðir eru að ganga upp að gera fólki auð­veldara fyrir að til­kynna þá er það fagnaðar­efni en á sama tíma verður maður alltaf að taka svona tölur al­var­lega og rýna þær eins mikið og mögu­legt er og skrifa þær ekki út bara með því að þetta sé á­stæðan, þótt svo að okkur gruni það,“ segir Linda en hún segist ekki endi­lega finna fyrir því að of­beldið í sam­fé­laginu hafi aukist til muna.

141 kona í dvöl á þessu ári

Hún segir það sem af er þessu ári hafi komið 141 kona í dvöl í at­hvarfið en að í fyrra hafi allt árið komið til þeirra 112 konur. En tekur þó fram á síðasta ári hafi verið ó­venju­fáar konur og að meðal­talið hafi yfir­leitt verið um 130 konur.

„Það var mikil um­ræða um of­beldi í Co­vid og um að fólk væri vakandi yfir því. Að það skipti sér af og við teljum að það sé að bera árangur. Við finnum að konur sem koma í við­töl eru oft að koma því ein­hver í nær­um­hverfinu er að hvetja þær til þess leita sér að­stoðar á meðan þær eru ekki endi­lega alltaf að kveikja að þær séu í of­beldis­sam­bandi.“

Hún segir að því taki þær tölurnar al­var­lega en að hún telji að aukninguna megi rekja til meiri um­ræðu og vitundar í sam­fé­laginu.

Um 37 prósent manndrápsmála heimilisofbeldi

Í tölum ríkis­lög­reglu­stjóra kemur einnig fram að þau hafi verið að rýna í gögn um mann­dráps­mál og að sam­kvæmt þeirra greiningu sé 37 prósent mann­dráps­mála á tíma­bilinu 1990 til 2020 heimilis­of­beldis­mál. Linda segir þetta hræði­lega stað­reynd.

Við þekkjum það vel í Kvenna­at­hvarfinu að þegar kona á­kveður að fara úr of­beldis­sam­bandi á of­beldið það til að stig­magnast og getur orðið stór­hættu­legt

„Við erum alltaf að kenna stelpunum okkar að fara var­lega, að passa sig niðri í bæ og á úti­há­tíðum á meðan hættu­legasti staðurinn er heimilið. Það sýna allar tölur það. Bæði varðandi mann­dráp og of­beldi og við þekkjum það vel í Kvenna­at­hvarfinu að þegar kona á­kveður að fara úr of­beldis­sam­bandi á of­beldið það til að stig­magnast og getur orðið stór­hættu­legt. Það er því mjög mikil­vægt að konur séu gripnar um leið og þær á­kveða að fara,“ segir Linda.

Hún segir það al­gert prinsipp­a­t­riði í Kvenna­at­hvarfinu að segja aldrei nei við konur sem flýja þurfa heimili sín sökum of­beldis en þó hefur verið fjallað um það að hús­næðið sé sprungið en þær standa í söfnun eins og er.

„Söfnunin gengur á­gæt­lega en við eigum enn langt í land. Þetta er stórt verk­efni sem við erum að fara út í en við þurfum væntan­lega að taka annan hring,“ segir Linda en Kvenna­at­hvarfið hefur fengið út­hlutað lóð þar sem á að byggja þeim nýtt hús­næði fyrir þær konur sem þangað leita og börnin sem stundum fylgja þeim.

„Þetta er verk­efni sem mun taka nokkur ár þannig við höfum verið að leita að stuðningi sem gæti komið ár­lega í nokkur ár. Við höldum á­fram að safna.“