Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, hefur hætt við að sækjast eftir endurkjöri. Á sama tíma hefur hann ákveðið að fresta kosningum þar í landi, sem áttu að fara fram 18. apríl næst komandi. BBC greinir frá.

Mótmælt hefur verið víða um landið síðustu vikur með námsmenn og önnur ungmenni í fararbroddi. Mótmælendur voru afar ósáttir með ákvörðun hins háaldraða forseta að bjóða sig fram í fimmta skiptið og kröfðust þess að landið fengi nýjan leiðtoga. 

Bouteflika hefur verið forseti Alsír í tæp tuttugu ár, en hann tók við embætti árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund lífið. Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti.

„Það verður ekkert fimmta kjörtímabil,“ sagði forsetinn í yfirlýsingu. „Það var alltaf út úr myndinni fyrir mig. Litið til heilsu minnar og aldurs, hefur alltaf verið mín síðasta skylda gagnvart alsírsku þjóðinni var að eiga þátt í að byggja nýtt ríki.“