Guð­brandur Einars­son hefur sagt af sér sem for­maður Lands­sam­bands ís­lenzkra verzlunar­manna (LÍV). Á­stæðuna segir hann vera þá að LÍV og VR hafi ekki átt sam­leið við gerð kjara­samnings, en Verslunarmannafélag Suðurnesja, sem tilheyrir LÍV, sameinast VR í byrjun apríl á þessu ári. VR mun í kjöl­farið farið með samnings­um­boð fyrir bæði fé­lög. 

„Veru­legur meiningar­munur er á milli mín og for­svars­manna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjara­samnings­gerð og þar sem ég hef á­kveðið að þyggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðli­legt að ég stigi úr stóli formanns Lands­sam­bands ís­lenskra verslunar­manna á þessum tíma­punkti,“ skrifar Guð­brandur í til­kynningu. 

Hann kveðst fullur þakk­lætis eftir sex ára starf sem for­maður fé­lagsins og óskar stjórn þess góðs gengis og vel­farnaðar í störfum sínum.

„Ég er fullur þakklætis fyrir þann tíma sem ég hef setið í stjórn LÍV sem nú telur tvo áratugi og kveð þennan vettvang fullur auðmýktar.“