Karen Kjartans­dóttir er hætt sem fram­kvæmda­stjóri Sam­fylkingarinnar en hún hefur sinn því starfi frá því í septem­ber árið 2018. Karen til­kynnir um starfs­lok sín í lokuðum hópi Sam­fylkingar­fólks og segir þar að helsta á­stæðan fyrir starfs­lokum hennar sé að hug­myndir hennar og nýs formanns fram­kvæmda­stjórnar, séu of ó­líkar.

Kjartan Val­garðs­son var á síðasta lands­fundi kjörinn nýr for­maður fram­kvæmda­stjórnar í stað Ingu Bjarkar Bjarna­dóttur.

„Ég vil óska Sam­fylkingar­fólki hjartan­lega til hamingju með öfluga fram­boðs­lista fyrir Al­þingis­kosningarnar í haust en þeir liggja nú flestir fyrir. Á sama tíma vil ég þakka öllu flokks­fólki fyrir sam­fylgdina undan­farin tvö og hálft ár en ég hef óskað eftir starfs­lokum sem fram­kvæmda­stjóri flokksins og hefur for­maður flokksins fallist á þá ósk mína,“ segir Karen í færslunni sem hún birtir.

Hún segir að það liggi í eðli starf­seminnar að fram­kvæmda­stjóri og for­maður fram­kvæmda­stjórnar vinni náið saman og að fljót­lega eftir að Kjartan tók við hafi komið í ljós að hug­myndir þeirra um sam­starf þeirra væri of ó­líkt til að það gæti gengið upp.

„Ég tel því far­sælast fyrir Sam­fylkinguna að leiðir skilji á þessum tíma­mótum og áður en kosninga­bar­áttan hefst af fullum krafti,“ segir Karen.

Hún þakkar að lokum for­manni flokksins, Loga Einars­syni, og vara­for­manni, Heiðu Björg Hilmis­dóttur auk fyrr­verandi for­manni fram­kvæmda­stjórnar fyrir far­sælt sam­starf.

„Sam­fylkingar­fé­lögum óska ég vel­farnaðar og flokknum vel­gengni í komandi kosningum.“