Jair Bol­son­ar­o, for­set­i Bras­il­í­u, sagð­i í gær þjóð sinn­i að „hætt­a að væla“ yfir COVID-19 far­aldr­in­um sem leik­ið hef­ur land­ið grátt. Aldrei hafa fleir­i lát­ist vegn­a hans í einu land­i en Bras­il­í­u á mið­vik­u­dag­inn eða 1.910 manns. For­set­inn hef­ur áður kall­að COVID „flens­u“ og er mjög ó­sátt­ur við sótt­varn­a­tak­mark­an­ir sem marg­ir rík­is­stjór­ar í Bras­il­í­u hafa sett.

Nýtt af­brigð­i sjúk­dóms­ins á upp­tök sín að rekj­a til bras­il­ísk­u borg­ar­inn­ar Man­aus og sam­kvæmt bráð­a­birgð­a­nið­ur­stöð­um nýrr­ar rann­sókn­ar er það meir­a smit­and­i en önn­ur og virð­ist geta smit­að þá sem hafa áður feng­ið önn­ur af­brigð­i COVID-19.

Nú þeg­ar hef­ur af­brigð­ið greinst í meir­a en 20 lönd­um, þar á með­al Band­a­ríkj­un­um. Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir sagð­i í gær að enn hefð­i það ekki fund­ist hér, hvork­i inn­an­lands eða á land­a­mær­un­um.

Þrátt fyr­ir að dauðs­föll í Bras­il­í­u vegn­a far­ald­urs­ins séu þau næst flest­u í heim­in­um á eft­ir Band­a­ríkj­un­um er Bol­son­ar­o harð­orð­ur.

„Hætt­ið að væla. Hvers­u leng­i ætl­ið þið að grát­a yfir þess­u? Hvers­u leng­i ætl­arð­u að hald­a þig heim­a og loka öllu? Það þol­ir þett­a eng­inn leng­ur. Við sjá­um eft­ir and­lát­un­um, aft­ur, en við þurf­um að leys­a mál­ið,“ sagð­i hann í gær.

Bol­son­ar­o hef­ur frá upp­haf­i ver­ið and­snú­inn sótt­varn­a­tak­mörk­un­um sem rík­is­stjór­ar hafa gert og seg­ir að á­hrif­in á efn­a­hag­inn séu verr­i en far­ald­urs­ins.

Rík­is­stjór­i Sao Pau­lo, João Dor­i­a, sagð­i við bresk­a rík­is­út­varp­ið BBC að for­set­inn væri „klikk­að­ur“ fyr­ir að ráð­ast gegn rík­is­stjór­um og borg­ar­stjór­um sem væru að reyn­a að afla ból­u­efn­is og hjálp­a land­in­u að ráða nið­ur­lög­um far­ald­urs­ins. „Því mið­ur þarf Bras­il­í­a á þess­ar­i stund­u að berj­ast gegn tveim­ur veir­um: kór­ón­a­veir­unn­i og Bol­son­ar­ov­eir­unn­i,“ sagð­i Dor­i­a.