Magnús Davíð Norð­dahl, lög­maður Khedr fjöl­skyldunnar, segir stjórn­völd aldrei hafa kannað hvort móðir og dóttir væru í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu með til­liti til þess að yfir 90% kvenna í Egypta­landi hafi orðið fyrir kyn­færa­li­m­lestingu.

Í dag var stefna og beiðni um flýti­með­ferð lögð fram í Héraðs­dómi Reykja­víkur fyrir hönd egypsku fjöl­skyldunnar. Magnús rekur málið í Face­book færslu en eins og Frétta­blaðið greindi frá lýsti stoð­deild ríkis­lög­reglu­stjóra í fyrsta skiptið eftir fjöl­skyldunni í kvöld.

Magnús segir það kjarna­at­riði að stjórn­völdum hafi láðst að fram­kvæma sjálf­stætt og heild­stætt mat á hags­munum barnanna, en hann rekur málið á Face­book.

„Varðandi stúlkuna í fjöl­skyldunni þá var hún 10 ára gömul þegar um­sókn um hæli var lögð fram. Þá var tekið við­tal við hana. Út­lendinga­stofnun átti með hlið­sjón af rann­sóknar­reglu stjórn­sýslu­réttar og enn fremur út­færslu á henni í 25. gr. laga um út­lendinga að kanna þetta at­riði enda orðið "kyn­færa­li­m­lesting" sér­stak­lega nefnt í á­kvæðinu,“ skrifar Magnús.

Hann vísar al­farið á bug full­yrðingum Ás­laugar Örnu Sigu­björns­dóttur, dóms­mála­ráð­herra, um að gætt hafi verið að á­kvæðum í barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna í málinu. Hver sem kynni sér málið geti séð að ekki hafi verið fram­kvæmd full­nægjandi mat á hags­munum barnanna.

„Hvernig er hægt að halda því fram að slíkt mat á hags­munum stúlkunnar hafi verið fram­kvæmt og sé full­nægjandi þegar engin at­hugun fór fram á því hvort stúlkan hafi orðið fyrir eða eigi á hættu á að verða fyrir kyn­færa­li­m­lestingu, komandi frá landi þar sem slíkt er gríðar­lega al­gengt?“

Hann segir að mat á hags­munum barns sé af aug­ljósum á­stæðum al­gjör­lega ó­full­nægjandi þegar ekki sé haft fyrir því að ræða við barnið. Þá hafi aldrei verið rætt við kennara eða skóla barnanna.

„Sjálf­stætt og heild­stætt mat á hags­munum barnanna í Khedr fjöl­skyldunni fór aldrei fram og er klárt brot á barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna.

Ég hef fulla trú á því að mál þetta leysist með far­sælum hætti fyrir fjöl­skylduna, annað­hvort fyrir dómi eða hjá kæru­nefnd út­lendinga­mála sem á enn eftir að taka af­stöðu til fjögurra endur­upp­töku­beiðna.“