Fazal Omar, af­gansk-ís­lenskur maður sem starfaði við friðar­upp­byggingu í Afgan­istan, segir stríðinu gegn hryðju­verkum ekki vera lokið og ýjar að því að hættan á al­þjóð­legum hryðju­verkum hafi aukist eftir valda­töku Talí­bana.

Í grein sem birtist í Frétta­blaðinu í dag fjallar Fazal Omar um á­stæður þess að friðar­um­leitanir mis­tókust í Afgan­istan. Hann rekur í stuttu máli bak­sögu stríðs­á­standsins sem ríkt hefur í landinu undan­farna fjóra ára­tugi.

„Í kjöl­far þess að Rauði her Sovét­ríkjanna hvarf frá 1989 undir­ritaði síðasta kommúníska ríkis­stjórn landsins friðar­samning árið 1992, undir stjórn Naji­bullah for­seta með að­stoð full­trúa Sam­einuðu þjóðanna, sem var titlaður Þjóðar­sátt. Naji­bullah sagði af sér og við tók ný bráða­birgða­stjórn í gegnum frjálsar og opnar kosningar,“ skrifar Fazal.

Fazal segir ekki hafa gengið að koma á friði í Afgan­istan í það skiptið. Sendi­herra Sam­einuðu þjóðanna hafi ekki tekist að standa við skuld­bindingar sínar og friðar­samningnum var rift.

„Banda­ríkin gleymdu Afgan­istan og brutu lof­orð sín gagn­vart af­gönsku þjóðinni á sama tíma og þeir full­yrtu að okkar pólitíska um­boð (í kjöl­far sigurs á and­stæðingum þeirra, Rússum) hefði á­unnist án vit­neskju um hættuna sem myndi skapast í kjöl­farið fyrir Banda­ríkin og vina­þjóðir þeirra. Borgara­stríð braust út í Afgan­istan og landið varð af­drep mis­munandi pakistanskra hryðju­verka­hópa sem leiddi til upp­göngu Tali­bana og at­burðanna 11. septem­ber 2001,“ skrifar hann.

Að sögn Fazal voru það mikil mis­tök að bjóða Talí­bönum að taka þátt í friðar­við­ræðunum í Doha í fyrra og segir hann það vera að­dragandann að því að Af­ganska lýð­veldið féll í ágúst á þessu ári. Þá veltir hann fyrir sér af­leiðingum þess að íslamski öfga­hópurinn sé aftur kominn til valda.

„Þannig að spurningin er, nú þegar Talí­banar eru komnir aftur til valda í Afgan­istan eftir tuttugu ár, gæti það þá ekki leitt til endur­nýjunar Al-Kaída og annarra hryðju­verka­sam­taka og skapað svipaða ógn og at­burðirnir 11. septem­ber?“

Hann spyr hvort að til­efni sé til að lýsa yfir sigri í al­þjóð­lega stríðinu gegn hryðju­verkum eins og Joe Biden, Banda­ríkja­for­seti, hefur gert. Að lokum nefnir Fazal nefnir fimm mikil­vægar lexíur sem draga má af mis­heppnuðum friðar­um­leitunum í Afgan­istan:

  • Að yfir­gefa Afgan­istan á miðri leið og upp­fylla ekki skuld­bindingar Banda­ríkja­manna og al­þjóða­sam­fé­lagsins til af­gönsku þjóðarinnar í átt að varan­legum friði og frið­sælu lífi voru brotin lof­orð og á­stæður þess að friðar­við­ræðurnar í Afgan­istan mis­tókust.
  • Af­ganar misstu trú sína og traust á Banda­ríkjunum og al­þjóða­sam­fé­laginu sem stuðnings­mönnum þeirra í friðar­um­leitunum.
  • Skil­yrðis­laust brott­hvarf al­þjóð­legra friðar­gæslu­liða frá Afgan­istan þýðir ekki að stríðinu gegn hryðju­verkum sé lokið. Hættan á al­þjóð­legum hryðju­verkum er enn til staðar.
  • Að átta sig á af­leiðingum mis­takanna við friðar­um­leitunina 1992 og at­burðanna 11. septem­ber 2001 er mjög mikil­væg lexía.
  • Við­vera á­kveðinna hópa innan ríkis­stjórnarinnar, sem reyndu að auka hag sinn í nafni minni­hluta­hópa, lýð­ræðis og mál­frelsis, ruddu brautina fyrir hrun hinnar lýð­ræðis­lega kjörnu ríkis­stjórnar.