Sjö þingmenn breska Verkamannaflokksins hafa gengið úr flokknum til að mótmæla nálgunar formanns flokksins, Jeremy Corbyn, að Brexit og andúðar hans á gyðingum.

Þingmennirnir eru þau Chuka Umunna, Luciana Berger, Chris Leslie, Angela Smith, Mike Gapes, Gavin Shuker og Ann Coffey.

Luciana Berger sagði að andúð á gyðingum væri orðin stofnanavædd innan flokksins og að henni þætti vandræðalegt og að hún skammaðist sín of mikið til að vera áfram í flokknum. Chris Leslie sem einnig gekk úr flokknum sagði að honum hafi verið „hertekinn“ af vinstri mönnum.

„Í morgun höfum við öll sagt okkur úr Verkamannaflokknum. Þetta var mjög erfið, sársaukafull, en nauðsynleg ákvörðun,“ sagði Berger í morgun þegar þau tilkynntu að þau hefðu gengið úr flokknum.

Hún sagði að þau væru frá ólíkum hlutum landsins, með ólíkan bakgrunn og á mismunandi aldri, en að þau deildu öll sömu gildum.

„Frá og með deginum í dag munum við öll sitja á þingi sem óháðir þingmenn,“ sagði Berger.

Þingmennirnir ætla ekki að stofna nýjan stjórnmálaflokk, heldur sitja sem óháð.

Corbyn sagði í yfirlýsingu að hann væri „vonsvikinn“ að þingmennirnir gætu ekki haldið áfram að vinna að stefnumálum sem hafi „hvatt milljónir til dáða“ í kosningunum árið 2017. Tilkynningu hans má sjá hér að neðan. 

Greint er frá á BBC.