Á­kveðið hefur verið að hætta skimun við landa­mærin fyrir ferða­menn frá Noregi, Dan­mörku, Finn­landi og Þýska­landi eftir tvo daga. Þeir sem koma hingað til lands frá þessum svæðum þurfa hvorki að fara í sýna­töku né sótt­kví við komu þeirra til landsins.

Fleiri lönd á lista lágáhættusvæða

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir til­kynnti þetta á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna rétt í þessu. Hann hafði áður boðað að þessi mögu­leiki yrði skoðaður í lok júlí­mánaðar en sagði á fundinum í dag að hann teldi rétt­lætan­legt að flýta þessu ferli, bæði í ljósi þess að smit frá ferða­mönnum virðist mjög lítið og því að ljóst er að fjöldi ferða­manna sem mun koma til landsins á næstunni verður meiri en veiru­fræði­deild Land­spítala getur skimað.

Því ætlar hann að bæta ofan­töldum löndum Noregi, Dan­mörku, Finn­landi og Þýska­landi í hóp þeirra landa sem Ís­land flokkar sem lá­g­á­hættu­svæði. Þar fyrir voru bæði Græn­land og Fær­eyjar.

Þór­ólfur sagði að skimunin við landa­mærin hefði reynst gríðar­lega mikil­væg og að hún hafi gefið gagn­legar upp­lýsingar um smit­hættu af ferða­mönnum. Hún sé lítil og að aðalsmit­hættan sé frá Ís­lendingum sem koma til landsins vegna tengsla­nets þeirra hér. Svo­kölluð heim­komu­smit­gát tók gildi í gær fyrir Ís­lendinga sem koma til landsins og verður hún á­fram í gildi.

Þó munu þeir Ís­lendingar sem koma til landsins frá þessum lá­g­á­hættu­svæðum ekki þurfa að huga að heim­komu­smit­gátinni ef þeir hafa þegar dvalist á lá­g­á­hættu­svæðunum í tvær vikur eða lengur.

Þór­ólfur sagði þá að á næstunni yrði væntan­lega hægt að taka fleiri lönd af á­hættu­listanum og létta þannig skimun við landa­mærin „en engu að síður reynt að vera mark­vissari og þannig á­fram lág­markað á­hættuna á því að veiran komi hingað til lands“.

Ferðamenn lítið smitandi

Frá því að skimun hófst við landa­mærin fyrir rétt tæpum mánuði síðan, þann 15. júní síðast­liðinn, hafa tæp­lega 49 þúsund far­þegar komið til landsins og sýni verið tekin frá rúm­lega 27 þúsund ein­stak­lingum. Þar af hafa tólf greinst með virkt smit og um sjö­tíu ein­staklingar greinst með gamalt smit.

Innan­lands­smit hafa verið ellefu frá því að skimun við landa­mærin hófst og hafa öll smitin verið rakin til far­þega. Þeir voru þá nánast allir Ís­lendingar sem komu til landsins.