Sjó­maðurinn sem leitað hefur verið að undan­farna daga í Vopna­firði heitir Axel Jósefs­son Zarioh og er hann á ní­tjánda aldurs­ári og er hann bú­settur í Kópa­vogi. Leit hefur verið hætt í dag, að því er fram kemur í til­kynningu frá lög­reglunni.

Axel sást síðast um borð í fiskiskipi í eigu Saltver ehf. sem Brim hf. gerir út og er talið að hann hafi fallið fyrir borð á leiðinni til hafnar síðastliðinn mánudag.

Leitað hefur verið án árangurs í dag, meðal annars hefur verið notaður prammi með glærum botni sem hægt er að sjá í gegn um niður á botn á grunn­sævi.

Leitað hefur verið með­fram ströndum og sand­fjörur eknar við leit. Veður­skil­yrði hafa verið erfið og mikill öldugangur.

Leitar­skil­yrði verða metin í fyrra­málið og leit skipu­lögð út frá að­stæðum.