Mat­væla­stofnun varar við HEROISK og TAL­RIKA matar­í­látum fyrir börn sem seld eru í IKEA vegna hættu á að þau brotni og valdi bruna. Fyrir­tækið hefur inn­kallað vöruna og gert Heil­brigðis­eftir­liti Hafnar­fjarðar, Garða­bæjar og Kópa­vogs við­vart.
Í tilkynningu segir að MAST hafi fengið upplýsingar um vörurnar í gegnum RASFF hrað­við­vörunar­kerfi Evrópu um mat­væli, fóður og mat­væla­snerti­efni.

Inn­köllunin á einungis við um HEROISK og TAL­RIKA diska, skála og bolla:

HEROISK skálar 14 grænt/gult 2 í pk.

HEROISK bollar rautt/gult, 2 í pk.

HEROISK diskar 22 rautt/grænt, 2 í pk.

HEROISK hliðar­diskar blátt/rautt, 2 í pk.

TAL­RIKA djúpir diskar 20 ljós­grænt, 4 í pk.

TAL­RIKA hliðar­diskar 19 dökk­blátt, 4 í pk.

TAL­RIKA bollar rautt, 4 í pk