Síðdegis verður vindur suðlægur á landinu og má þá búast við éljum á Suðausturlandi. Hætt er við ófærð á götum í nótt og í fyrramálið suðvestanlands og búast má við blæstri og skafrenningi um tíma í kvöld, meðal annars á Hellisheiði.

Úrkomulítið verður austantil á landinu, frost er víða 1 til 6 stig í dag, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.

Sunnan og suðvestan átt á er ríkjandi á morgun og áframhaldandi éljagangur sunnan- og vestantil en lægir annað kvöld og kólnar.

Á þriðjudag snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum um norðvanvert landið en léttir til syðra samkvæmt Veðurstofu Íslands.