Í könnun sem send var út til framleiðenda sögðu flestir að þeir myndu að öllum líkindum ekki taka þátt í sýningu á næsta ári. Þess í stað hafa bílaframleiðendur frumsýnt bíla sína með öðrum hætti, eins og í gegnum netið. Á mánudaginn tilkynnti sýningaraðilinn að eignir sýningarinnar verða seldir Palexpo sem rekur sýningarhallirnar. Genf bílasýningin hefur verið stærsti viðburðurinn í Sviss ár hvert og skapar um 30 milljarða króna í tekjur á hverju ári.