Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna óttast að á bilinu sextán til tuttugu milljónir manna eigi eftir að svelta í kjölfarið af því að ekkert hefur rignt á regntímanum í Kenía, Sómalíu og Eþíópíu.
Þetta er fjórða rigningartímabilið í röð þar sem rigning er undir meðaltali.
Á sama tíma finnur svæðið fyrir hækkandi verði á eldsneyti og matvörum vegna áhrifa innrásar Rússa í Úkraínu.
Þetta kom fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna