Landsréttur hefur vísað frá kæru Aðal­steins Kjartans­sonar, blaða­manns hjá Stundinni, vegna lög­reglu­rann­sóknar lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, um af­ritun á síma­gögnum skip­stjórans Páls Stein­gríms­sonar.

Aðal­steinn óskaði eftir því í síðasta mánuði að héraðs­dómari skæri úr um það hvort lög­reglan hefði heimild til að yfir­heyra hann sem sak­borning í málinu og úr­skurðaði héraðs­dómur um að lög­reglu hafi ekki verið heimilt að veita Aðal­steini réttar­stöðu grunaðs manns.

Lands­réttur hefur fellt þann úr­skurð úr gildi og vísað málinu frá héraðs­dómi. Aðal­steinn hefur freistað þess að kæra þann úr­skurð til Hæsta­réttar.

Uppfært klukkan 15,45

Í upphaflegri frétt kom fram að Hæstiréttur hefði vísað málinu frá héraðsdómi. Um mistök ritstjórnar var að ræða og hafa þau nú verið leiðrétt.