Hæsti­réttur Banda­ríkjanna hefur stöðvað reglu­gerð Biden Banda­ríkja­for­seta sem myndi skylda allt starfs­fólk stórra fyrir­tækja í bólu­setningu gegn Co­vid-19 eða láta það ganga með grímu og láta prófa sig viku­lega fyrir veirunni.

Dómarar hæsta­réttarins segir stjórn Biden ekki hafa heimildir til að setja slík lög. Hins vegar mættu reglurnar standa í tak­markaðri mynd fyrir starfs­fólk heil­brigðis­stofnana sem rekin eru af ríkinu.

Biden lýsti yfir von­brigðum yfir niður­stöðu hæsta­réttar en hann hafði vonast til að reglu­gerðin myndi hjálpa í bar­áttunni við far­aldurinn.

Fyrir­tæki hafa mörg hver komið upp bólu­setningar­skyldu af sjálfs­dáðum. Biden hvetur stjórn­endur fyrir­tækja til að fylgja því for­dæmi.

Donal Trump, fyrrum for­seti Banda­ríkjanna, segist styðja á­kvörðun hæsta­réttar og segir að bólu­setningar­skylda myndi eyði­leggja efna­hag landsins enn frekar.

Reglu­gerðin hans Biden hefði tekið gildi í öllum vinnu­stöðum þar sem minnst hundrað manns eru við störf og verið fram­fylgd af yfir­mönnum fyrir­tækjanna. Hún hefði haft á­hrif á um 84 milljónir starfs­manna.